Skip to content

Þorbergur vann silfur á EM – allir unnu til verðlauna í greinum

  • by

Evrópumót unglinga í kraftlyftingum lauk í Ungverjalandi í dag með keppni í þyngstu karlaflokkunum, og gerðist það sjaldséða að Ísland átti þrjá keppendur í hollinu.
Viktor Samuelsson, KFA, keppti í -120 kg flokki og lenti þar í 4.sæti með 920 kg samalagt, seríuna 345-275-300 kg. Bekkpressan var nýtt íslandsmet í opnum flokki og gaf honum silfurverðlaun í greininni.
Í +120 kg flokki voru tveir keppendur, Júlian J: K. Jóhannsson, Ármanni og Þorbergur Guðmundsson, frá hinni nýstofnuðu kraftlyftingadeild Harðar á Patreksfirði. Júlían er reyndasti keppandi okkar í unglingaflokki og Þorbergur á sínu fyrsta stórmóti, en að þessu sinni var það byrjandinn sem stóð með pálmann í höndunum. Þorbergur vann silfurverðlaun í flokknum með 330-195-322,5- 847,5 kg Hann vann auk þess silfur í beygju og brons í réttstöðu.
Þetta voru óvænt úrslit, en tveir sterkir keppinautar féllu úr keppni.
Júlian náði sér ekki á strik í dag og fékk ekki nema eitt hvítt ljós í beygju. Hann reyndi við 365-370-370 og mistókst því miður. Hann sigraði  í hinum greinunum tveimur, á bekknum með 290 kg sem er nytt bekkpressumótsmet í opnum flokki og í deddi með 342,5 kg, en féll s.s. út heildarkeppninni og náði ekki sínum markmiðum þar.
HEILDARÚRSLIT
Við óskum Þorbergi til hamingju með silfurverðlaun á sínu fyrsta stórmóti, og þeim öllum til hamingju með ný met og verðlaunapeningar um hálsin Á myndinni eru þeir með þjálfurum sínum, Grétari Hrafnssyni og Grétari Skula Gunnarssyni.

Breiðari bros hafa sést á mynd – en framundan er ÍM í maí og nýtt tækifæri til bætinga.
strakar