Skip to content

Alexandrea tók silfrið

  • by

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti á HM unglinga í bekkpressu í dag og vann til silfurverðlauna í -63kg flokki. Hún lyfti örugglega 112,5 – 117,5 – 125 kg, sem er persónuleg bæting um 2,5 kg.
Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn!

Alexandrea er hins vegar hvergi nærri hætt. Hún keppir líka í klassískri bekkpressu í -63kg unglinga, og Matthildur Óskarsdóttir er sömuleiðis á leiðinni til Almaty til að keppa í -84kg flokki unglinga. Þær keppa báðar laugardaginn 28.maí.

Alexandrea Rán og María Guðsteinsdóttir, aðstoðarmaður á mótinu

Síðast þegar þær tóku þátt á HM unglinga komu þær heim með gull- og silfurverðlaun! Það verður spennandi að sjá hvernig uppskeran verður að þessu sinni.

Mótið er í fullum gangi og hægt er að fylgjast með á youtube-rás IPF.