Skip to content

Æfinga- og byrjendamótið í kraftlyftingum

Í dag var æfinga- og byrjendamótið í kraftlyftingum haldið í húsakynnum Kraftlyftingafélags Reykjavíkur. Mótið var fjölmennt, um þrjátíu keppendur sem mættu. Sumir að stíga sín fyrstu skref á pallinum með öðrum reyndari. 

Það voru eflaust margir persónulegir sigrar hjá keppendum og margar bætingar gerðar í dag. Gríðarlega góð stemning var á meðal áhorfenda og voru þeir svo sannarlega duglegir að hvetja keppendur. Mótið var hluti af verklegu prófi fimm dómarakandídata sem útskrifuðust í lok mótsins. Kraftlyftingasamband Íslands eignaðist því fimm nýja kraftlyftingadómara í dag, Alexandreu Rán Syen, Guðnýju Ástu Snorradóttur, Hönnu Jónu Sigurjónsdóttur, Kristjönu Maríu Steingrímsdóttur og Rebekku Silvíu Ragnarsdóttur. Til hamingju öllsömul, keppendur og nýir dómarar, með flott mót !