Lyfjaeftirlit Íslands kynnir nýjung í fræðslumálum varðandi lyfjamál í íþróttum, sem má finna á heimasíðu ADEL (Anti-Doping E-Learning). Nú er hægt að skrá sig á netnámskeið á íslensku sem er sérsniðið fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, 16 ára og eldri.
KRAFT hvetur öll aðildarfélög sín til þess að kynna sérstaklega þetta námskeið til ungra iðkenda innan sinna raða.
Nálgast má námskeiðið hér: https://adel.wada-ama.org/learn/learning-plans/177/adel-fyrir-haefileikarikt-ithrottafolk-talicelandic
Námskeiðinu er skipt í átta (8) hluta og eru þeir eftirfarandi:
- Hreinar íþróttir
- Heimur lyfjaeftirlitsins
- Krefjandi augnablik á ferli íþróttamanns
- Lyf í íþróttum – Bannlistinn
- Matur vs. fæðubótarefni
- Lyfjapróf
- Hugrekki til að segja frá
- Lokakönnun
Á heimasíðu ADEL, sem er á vegum WADA (World Anti-Doping Agency) má finna ýmis önnur námskeið (á ensku) fyrir mismunandi markhópa, s.s. þjálfara, heilbrigðisstarfsmenn, kennara, foreldra, og allt frá yngstu iðkendum íþrótta upp í ólympíufara. ADEL er til að mynda mikilvægur vettvangur fyrir vottaða fræðslu f. keppnir á vegum margra alþjóðasérsambanda. ADEL er opið öllum þannig að hverjum þeim sem hefur áhuga er frjálst að skrá sig á mismunandi námskeið, og hægt er að vista framvindu námskeiðs og þannig ljúka þeim þegar hverjum og einum hentar.
Heimasíða ADEL: https://adel.wada-ama.org
Athugið: Nauðsynlegt er að búa til aðgang á ADEL til þess að nálgast fræðsluefnið.
Ef það eru einhverjar spurningar varðandi ADEL þá vinsamlegast ekki hika við að senda á: [email protected]
ADEL á heimasíðu Lyfjaeftirlits Íslands: https://www.antidoping.is/adel
