Skip to content

Unglingalandsliðin á EM

  • by

Skráningarfrestur er nú liðinn á EM unglinga í kraftlyftingum.

EM unglinga í klassískum kraftlyftingum fer fram í Tékklandi í lok mars, en þar eru skráð þau Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, Matthildur Óskarsdóttir, Elín Melgar og Arnhildur Anna Árnadóttir, allar úr Gróttu.

EM unglinga í kraftlyftingum fer fram í Ungverjalandi í byrjun apríl. Þangað fara Sindri Freyr Arnarson, Massi, Júlían Jóhannsson, Ármanni, Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta og  Viktor Samúelsson, Þorberður Guðmundsson og Fríða Björk Einarsdóttir, öll frá KFA.

Á heimasíðu EPF má finna nánari upplýsingar um mótin sem framundan eru