Loksins fengu kraftlyftingamenn að stíga á pallinn aftur eftir langt hlé, en Íslandsmeistaramótin í opnum flokki í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fóru fram í Mosfellsbæ í dag.
Mörg íslandsmet féllu á mótinu.
HEILDARÚRSLIT OG UPPTAKA
Stigahæst í kvennaflokki í klassískum kraftlyftingum var Kristín Þórhallsdóttir frá Kraftlyftingafélagi Akraness með 102,78 stig. Hún lyfti samtal 540 kg í -84 kg flokki en það er yfir gildandi Evrópumeti. Sömuleiðis var hnébeygjan hennar upp á 210 kg yfir gildandi Evrópumeti.
Í karlaflokki í klassískum kraftlyftingum sigraði Viktor Samúelsson, KFA, með 96,66 stig. Hann lyfti 780 kg samanlagt í -105 kg flokki.
Í karlaflokki í kraftlyftingum með búnaði var Einar Örn Guðnason, Kraftlyftingafélag Akraness, stigahæstur með 89,99 stig. Hann lyfti 900 kg í -120 kg flokki og náði þar með lágmörkum fyrir HM eins og hann stefndi að.
Stigahæstur öldunga í kraftlyftingum var Björn Margeirsson frá Ármanni
Mótshaldari var Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar.
Dómarar voru Sólveig H. Sigurðardóttir, Laufey Agnardóttir, Kári Rafn Karlsson og Helgi Hauksson.