Skip to content

Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum

  • by

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem tóku gildi 10. desember og gilda til 12. janúar 2021. Breytingarnar eru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Íþróttakeppni er áfram óheimil en slakað hefur verið á reglum vegna æfinga fullorðinna.
Helsta breytingin í kraftlyftingum er að nú er afreksfólki heimilt að æfa eins og hér segir: Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eru heimilar.  

Undir þetta ákvæði falla allir keppendur sem eru í landsliðsvali 2021 – skráning þeirra er á ábyrgð landsliðsnefndar.
Undir þetta ákvæði falla einnig allir keppendur sem eru að undirbúa þátttöku í opnum meistaramótum KRAFT í mars, apríl og júni nk. Skráning þeirra er á ábyrgð hvers aðildarfélags.
REGLUGERÐ UM SÓTTVARNIR – KRAFT

Við brýnum enn og aftur alla til áfram að gæta fyllstu varúðar í öllu atferli
– fara í skimun og halda sig fjarri öðrum ef vart verður við einkenni
– virða fjarlægðarmörk og takmarka umgengni við vini og fjölskyldu
– þvo og spritta og nota grímu – frekar of oft en of sjaldan