Skip to content

Sóttvarnarreglur

  • by

Stjórn KRAFT hefur sett reglur sem ber að viðhafa við iðkun og keppni í kraftlyftingum.

Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð æfinga og keppni í kraftlyftingum verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að iðka kraftlyftingar þó að COVID-19 muni áfram vera hluti af okkar daglega lífi. Ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti en með þessum reglum er markmiðið að lágmarka áhættuna á smiti á æfingum og í keppnum.

Reglurnar eru byggðar á almennum sóttvarnaraðgerðum sem embætti landlæknis og almannvarnir hafa kynnt og hafa verið samþykktar af ÍSÍ.
Staðan er breytileg og leiðbeiningar yfirvalda líka. Þessar reglur geta þess vegna tekið breytingum fyrirvaralítið, en það er ábyrgð iðkenda og félaga að fylgjast með og laga sig að breyttum reglum.
Ef þessar reglur breytast þá verða þær kynntar á kraft.is og í bréfi/tölvupósti til félaga.

Reglur eru gagnslausar ef þeim er ekki fylgt. Hver og einn verður að leggja sitt af mörkum svo við höldum frelsinu til að æfa og keppa af krafti.