Að baki er vetur sem hefur verið mörgum erfiður – fram undan er sumar sem verður öðruvísi en áætlað var hjá mörgum.
Stjórn KRAFT sendir öllum félagsmönnum bestu kveðjur og óskir um að sumarið verði gott.
Samkomubann og aðrar takmarkanir hafa sett strik í reikninginn hjá okkur öllum og hefur m.a.þýtt að skipulagðar æfingar félaga hafa að miklu leyti legið niðri frá því í mars. Með sameiginlegu átaki hefur tekist að ná tökum á ástandinu og takmarka skaða af covid19.
4.maí sl var slakað á klónum og frelsi aukið, fyrst og fremst í starfi barna og ungmenna.
Íþróttastarf fullorðinna er áfram háð takmörkunum um stund smkv auglýsingu heilbrigðisráðherra.
Stjórnin hvetur félög til að fara að tilmælum og hinkra enn með að opna fyrir almennar æfingar innandyra. Ef áfram heldur sem horfir er stutt þar til almennar tilslakanir verði gerðar.
Almenn skynsemi, persónuleg ábyrgð, nauðsynlegt hreinlæti og tillitssemi í umgengni eru gildi sem þarf að hafa í hávegum í framhaldinu, eins og reyndar alltaf.
Framundan er Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 27.júni.
Óhætt er að byrja að hlakka til!