Skip to content

15 ára afmæli Kraftlyftingasambands Íslands

Fyrir 15 árum í dag var Kraftlyftingasamband Íslands stofnað sem sérsamband innan raða ÍSÍ. Mikið vatn hefur runnið til sjávar og óhætt er að segja að vegur kraftlyftinga á Íslandi hefur vaxið og dafnað með hverju ári sem líður. Keppendafjöldi á innanlandsmótum hefur vaxið gríðarlega og árangur landsliðsins á alþjóðamótum hefur verið glæsilegur. KRAFT óskar félagsmönnum sínum og öllum velunnurum kraftlyftinga til hamingju með daginn.