Þorramót KFA

12. febrúar n.k. fer fram þorramótið í kraftlyftingum á Akureyri. Keppt er í kraftlyftingum (öllum 3 greinum) og er mótið opið keppendum frá öllum löglegum félögum Kraftlyftingasambands Íslands – ÍSÍ. Um kvöldið fer svo fram þorrablót (banquet) samhliða aðalfundi félagsins.
Skráningarfrestur er til föstudagsins 7. febrúar n.k. og berast allar skráningar í email ([email protected]) – ATH: eftirtaldar upplýsingar verða að fylgja öllum skráningum – fullt nafn, kennitala, félag, þyngdarflokkur og símanúmer!

Viktun verður kl 11:00 og mótið sjálft mun hefjast 13:00.
Skráningargjaldið verður 2500kr og má borga við vigtun.

Leave a Reply