Skip to content

Vilt þú verða þjálfari?

Vorfjarnám ÍSÍ hefst mánudaginn 5. febrúar nk. og verður í boði að taka 1. og 2. stig þjálfaramenntunar ÍSÍ. Fyrsta stigið tekur átta vikur en annað stigið tekur fimm vikur.

Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.

Námskeiðsgjald:
1. stig 36.000 kr
2. stig 30.000 kr
Þjálfarar sem koma frá Fyrirmyndarfélögum fá 5000 kr. afslátt.

Allar upplýsingar má finna á heimasíðu ÍSÍ (https://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/) eða hjá Viðari Sigurjónssyni (514-4000 og vidar@isi.is).

Skráningarfrestur er til 4. febrúar en skráning fer fram á Abler: www.abler.io/shop/isi