Skip to content

Viktor vann bronsverðlaun á HM

  • by

Viktor Samúelsson, KFA, átti góðan dag á HM í dag og vann til bronsverðlauna í sterkum -120 kg flokki unglinga.
Viktor bætti sig verulega og setti ný íslandsmet í beygju og bekk og bætti samanlagðan árangur sinn um 18 kg með 9 gildar lyftur og seríuna 357,5 – 292,5 – 315 – 965.
Bekkserían var sérlega glæsileg og dugði honum til bronsverðlauna í greininni.
Bekkpressan og samanlagur árangur eru íslandsmet í opnum flokki og 965 kg er auk þess nýtt Norðurlandamet unglinga í flokknum.

Við óskum honum til hamingju með daginn!

16986_658465307623204_5802652345855544407_n