Skip to content

Viktor þriðji stigahæsti í drengjaflokki.

Nú þegar allir keppendur í drengjaflokki hafa lokið keppni liggur ljóst fyrir hverjir urðu efstir á stigum. Viktor Ben Gestsson sem varð heimsmeistari drengja fyrr í vikunni náði þeim frábæra árangri að verða þriðji stigahæsti keppandinn í sínum aldursflokki með 142,84 Wilksstig. Hann er því þriðji sterkasti keppandinn í drengjaflokki yfir alla þyngdarflokka. Glæsilegt og til hamingju Viktor.