Skip to content

Viktor Samúelsson hafnaði í 9. sæti á EM í klassískum kraftlyftingum.

Viktor Samúelsson hefur lokið keppni á EM í klassískum kraftlyftingum þar sem hann hafnaði í 9. sæti í –105 kg flokki með seríuna 282.5 – 192.5 – 310 = 785 kg.

Hnébeygjan gekk vel hjá Viktori sem fékk allar lyftur gildar en þar endaði hann í 282.5 kg sem virtist vera toppurinn hjá honum í dag í þeirri grein. Í bekkpressu tók hann 192.5 kg í sinni annarri lyftu og reyndi svo við Íslandsmet 202.5 kg í þeirri þriðju. Því miður hafðist það ekki í dag en hann mun í framtíðinni án efa gera fleiri atlögur að metinu. Í réttstöðulyftu fór hann svo upp með 310 kg í annarri tilraun en ákvað að sleppa þeirri þriðju vegna meiðsla sem tóku sig upp í lyftunni á undan. Árangurinn er töluvert frá hans persónulega besta en samanlagður árangur hans 785 kg dugði engu að síður til hreppa 9. sætið í flokknum. Til hamingju með árangurinn Viktor.

Á morgun stígur svo Lucie Stefaniková á pall sem keppir kl. 9:00 að íslenskum tíma.