Skip to content

Viktor með þrjú íslandsmet

  • by

Viktor Samúelsson átti góðan dag á EM í dag og lenti í 6.sæti í sterkum flokki -105 kg.
Hann lyfti 270 – 280 – 290 í hnébeygju og setti nýtt íslandsmet.
Á bekknum lyfti hann 180 og 187,5 örugglega, en mistókst því miður með 200 kg.
Réttstaðan var glæsileg hjá honum, hann tók 300 – 315 – 325, sem er líka nýtt íslandsmet.
Samanlagt gerir það 802,5 kg sem er bæting á íslandsmetið samanlagt og frábær árangur og færði honum 6.sætið.

Svíin Emil Norling varð Evrópumeistari eftir æsilega baráttu, en keppnin í flokknum var jöfn og hörð frá upphafi til enda.
Við óskum Viktori til hamingju með árangurinn og metin. Það er ljóst að hann er búinn að ná valdi á klassískum kraftlyftingum í nýjum þyngdarflokki og á meira inni.