Skip to content

Viktor með brons í -120kg í klassískum

Viktor Samúelsson náði mjög góðum árangri í -120kg flokki í klassískum lyftingum sem var að ljúka á Vestur Evrópumótinu.

Viktor náði bronsi í samanlögðu með 805kg samanlagt. Viktor var með 292.5 kg. í hnébeygju sem er jafnframt nýtt Íslandsmet og náði hann silfri í beygju. Í bekknum fóru 207.5kg upp sem einnig var silfur og í réttstöðu fóru 305kg. af gólfinu sem skilaði bronsi.

Frábær árangur hjá Viktori og verður spennandi að fylgjast með honum á komandi mótum.