Skip to content

Við áramót

  • by

Stjórn Kraft óskar öllum sínum félögum og velunnurum gleði og heilsu á nýju ári.

Áramót gefa tækifæri til að horfa í tvær áttir, að gleðjast yfir afrek liðins árs og setja stefnuna á ný markmið.
Stjórn Kraft valdi  Maríu og Fannar kraftlyftingafólk ársins 2011, en margir fleiri eiga heiður skilið fyrir mikla vinnu og góðar bætingar á árinu.
Kraftlyftingadeild Breiðabliks valdi þau Huldu og Auðun sem sínar fyrirmyndir á árinu, Massi eignaðist fjölda Íslandsmeistara á árinu og ákváðu að heiðra Steinar Má Hafsteinsson sérstaklega fyrir hans árangur, Glímufélagið Ármann telur Júlían vera efnilegasti íþróttamaður félagsins og KFA heiðraði Viktor – svo nokkur dæmi séu nefnd.

HÉR má sjá yfirlit yfir árangur ársins í einstökum greinum og samanlögðu. Á vefnum er líka hægt að flétt upp einstaka keppendur og skoða framför hjá þeim.
Kannski áhugavert að flétta upp árangur í bekkpressu á liðnu ári fyrir þá sem eru að spá í ÍM í bekkpressu eftir tæpan mánuð…

Tags:

Leave a Reply