Skip to content

Vegna kraftlyftingamóta á Akureyri

  • by

Að gefnu tilefni vegna fyrirspurna sem stjórn KRAFT hafa borist svo og til að koma í veg fyrir allan misskilning vill stjórn KRAFT árétta eftirfarandi:

Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) hefur auglýst að félagið hyggist halda Íslandsmeistaramót unglinga (19-23) og yngri unglinga (14-18) í kraftlyftingum (án búnaðar) helgina 13 – 14 apríl 2013. Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) hefur ekki samþykkt framangreint mót og mótið er ekki á mótaskrá KRAFT. Aðeins KRAFT eða félög sem stjórn KRAFT hefur samþykkt sem mótshaldara viðkomandi móts geta haldið Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum. Mótið er því ekki Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og  þar sem mótið er ekki á mótaskrá mun enginn árangur eða titill verða færður í skrár KRAFT.