Skip to content

Vegleg gjöf

  • by

Kraftlyftingadeild Massa gerði það ekki endasleppt á byrjendamótinu sem fór fram í Njarðvíkum í dag. Að loknu dómaraprófi og byrjendamóti var öllum boðið í kaffi og tertu þar sem þátttakendaviðurkenningar voru afhentar og nýfengin dómararéttindi handsöluð. Síðan kvaddi Herbert Eyjólfsson, formaður Massa, sér hljóðs og afhenti Kraftlyftingasambandi Íslands veglega gjöf. Það voru glæný keppnisljós frá Eleiko. Sigurjón Pétursson, formaður Kraft, tók við gjöfinni og þakkaði fyrir.
Ljósin koma að góðum notum og nýtast öllum mótshöldurum. Enn eitt skrefið hefur verið tekið í áttina að því að gera mótin okkar eins og best gerist erlendis.

Tags:

Leave a Reply