Skip to content

Úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ

  • by

Í dag var tilkynnt um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ 2016. Samtals var úthlutað 142 milljónir króna og féllu  5.750.000 krónur í hlut Kraftlyftingasambandsins. Var úthlutað vegna “landsliðsverkefna, vegna verkefna Júlíans Jóhanns Karls Jóhannssonar, Viktors Samúelssonar, Auðuns Jónssonar og Fanneyjar Hauksdóttur auk fræðslu og fagteymis fyrir afrekshópa”.
Stjórn KRAFT fagnar þessum fréttum sem fela í sér viðurkenningu á starfi sambandsins og afrekum íþróttamannanna.