Skip to content

Úrslit ÍM ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum

  • by

Íslandsmeistaramót ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum fór fram í gær, samhliða ÍM í klassískum kraftlyftingum í opnum flokki, í Word Class Kringlunni.

Keppendur voru 24 talsins, þeir yngstu fæddir 2000 og þeir elstu 1952. Fjölmörg Íslandsmet voru slegin í hinum ýmsu aldurs- og þyngdarflokkum. Þar að auki setti Svavar Örn Sigurðsson (AKR), sem keppir í 74 kg flokki drengja (U18), met í opnum aldursflokki í hnébeygju og réttstöðulyftu.

Stigahæst keppanda í telpnaflokki (U18) varð Ragna Kristín Guðbrandsdóttir (KFR) með 325,8 Wilksstig, sem jafnframt varð Íslandsmeistari í 63 kg flokki með 297,5 kg í samanlögðum árangri. Hún setti Íslandsmet í bekkpressu með 60 kg, í réttstöðulyftu með 127,5 kg og í samanlögðum árangri.

Stigahæstur keppenda í drengjaflokki (U18) varð Svavar Örn Sigurðsson (AKR) með 422,0 Wilksstig, en hann varð jafnframt Íslandsmeistari í 74 kg flokki með 577,5 kg. Hann setti drengjamet í öllum greinum, sem og samanlögðum árangri. Honum tókst einnig að slá Íslandsmetin í unglinga og í opnum flokki í hnébeygju með 207,5 kg og í réttstöðulyftu með 235 kg.

Stigahæst keppenda í unglingaflokki kvenna (U23) varð Andrea Agla Ögludóttir (KFR) með 301,4 Wilksstig, en hún varð einnig Íslandsmeistari í 84 kg flokki með 327,5 kg.

Stigahæstur keppenda í unglingaflokki karla (U23) varð Arnar Harðarson (AKR) með 385,9 Wilksstig, en hann varð einnig Íslandsmeistari í 93 kg flokki. Arnar bætti metin í hnébeygju með 225 kg og samanlögðum árangri með 612,5 kg.

Stigahæst kvenöldunga 1 (40-49) varð Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir (KFR) með 320 Wilksstig, en hún varð jafnframt Íslandsmeistari í 63 kg flokki kvenna með 292,5 kg í samanlögðum árangri.

Stigahæstur karlöldunga 1 (40-49) varð Bjarki Þór Sigurðsson (AKR) með 379,6 Wilksstig, en hann varð jafnframt Íslandsmeistari í 120 kg flokki karla með 657,5 kg í samanlögðum árangri. Bjarki bætti Íslandsmetið í réttstöðulyftu karla með 280 kg.

Stigahæst kvenöldunga 2 (50-59) varð Sigþrúður Erla Arnarsdóttir (KFR) með 318,2 Wilksstig. Sigþrúður varð jafnframt Íslandsmeistari í 84+ kg flokki með 395 kg í samanlögðum árangri. Hún bætti Íslandsmetin í í öllum greinum, sem og í samanlögðum árangri.

Stigahæstur karlöldunga 2 (50-59) varð Helgi Briem (ÁRM) með 327,3 Wilksstig, sem jafnframt varð Íslandsmeistari í 93 kg flokki með 520 kg í samanlögðum árangri. Helgi bætti, líkt og Sigþrúður, metin í öllum greinum og auðvitað í samanlögðum árangri.

Stigahæst kvenöldunga 3 (60-69) varð Sigríður Dagmar Agnarsdóttir (KFR) með 290,3 Wilksstig. Hún varð Íslandsmeistari í 57 kg flokki. Hún bætti Íslandsmetin í öllum greinum og í samanlögðum árangri. Öll metin skrást einnig sem met í öldungaflokki 2 og þar að auki skráist metið í réttstöðulyftu sem met í öldungaflokki 1.

Stigahæstur karlöldunga 3 (60-69) varð Sæmundur Guðmundsson (BRE) með 280,5 Wilksstig. Sæmundur varð Íslandsmeistari í 74 kg flokki með 390 kg í samanlögðum árangri. Hann setti Íslandsmet í öllum greinum (í öllum gildum lyftum) sem og í samanlögðum árangri.

Í gagnabanka KRAFT má finna sundurliðuð úrslit og Íslandsmeistara í einstökum þyngdarflokkum.