Skip to content

Úrslit frá Íslandsmóti unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum.

  • by

Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum lauk í gær en mótið fór fram á Akureyri í umsjón KFA og voru mörg íslandsmet slegin. Margir keppenda voru af yngri kynslóðinni og sýndu góðar framfarir en jafnframt kepptu nokkrir í öldungaflokkum. Stigahæstur drengja varð heimamaðurinn Hrannar Ingi Óttarsson en stigahæsta stúlkan varð Sóley Margrét Jónsdóttir, einnig frá KFA. Stigahæstu unglingarnir í kvenna- og karlaflokki komu einnig frá KFA en það voru þau Alexandra Guðlaugsdóttir og Viktor Samúelsson. Stigahæsta konan í öldungaflokkum varð svo Rósa Birgisdóttir sem keppti fyrir Stokkseyri og Bjarki Þór Sigurðsson frá Akranesi varð stigahæstur yfir öldungaflokka karla. Við óskum keppendum til hamingju með árangurinn og mótshöldurum fyrir skemmtilegt mót. Nánari úrslit.