Skip to content

Uppskeruhátíð á Akureyri

  • by

Hinn árlegi sláttudagur var haldinn hátíðlegur hjá KFA í gær og fögnuðu menn þar árangur ársins, enda margt að gleðjast yfir. Mikil vinna hefur skilað góðri uppskeru og hlaut félagið endurnýjun á fyrirmyndafélagsvottun ÍSÍ við þetta tækifæri.
Margar viðurkenningar voru veittar:
Kraftlyftingamenn ársins voru Viktor Samúelsson og Hulda B. Waage.
Lyftingamenn ársins voru Ingólfur Þór Ævarsson og Íris Hrönn Garðarsdóttir
Sigurbjörn Birkir Björnsson var gerður að sjöunda heiðursfélaga KFA.
Íþróttamaður félagsins 2015 var Viktor Samúelsson, en hann var á dögunum valinn kraftlyftingamann ársins hjá Kraftlyftingasambandi Íslands.
Formaður félagsins, Grétar Skúli Gunnarsson, tók við viðurkenningu úr hendi Sigurjóns Péturssonar vegna sigurs KFA í liðakeppni ársins í karlaflokki.
Til hamingju KFA með gott starf og góðan árangur!45untitled