Skip to content

Unglingasamstarf

  • by

Samstarf er að hefjast milli Kraftlyftingasambands Íslands og Noregs og félags í Bretlandi um mótahald á unglingastigi. Norðmenn og Bretar hafa í nokkur ár boðið hvort öðru til keppnis árlega og nú er Íslendingum í fyrsta sinn boðið að vera með. Í ár fer mótið fram í Noregi, á næsta ári í Bretlandi og svo er stefnan að bjóða til Íslands 2013. Í ár verða Bretarnir að vísu ekki með, þar sem félagið heldur Evrópumót unglinga um svipað leyti.

Að þessu sinni fara frá Íslandi fjórir drengir úr UMFN – Massa, þeir Ellert Björn, Davíð, Daði Már og Steinar Freyr. Þjálfari þeirra, Sturla Ólafsson, verður með í för ásamt Gunnlaug Olsen og Gry Ek. Mótið fer fram í Brummunddal, í umsjón kraftlyftingafélags staðarins 18. júni.

Aðaltilgangur mótsins er að gefa ungum kraftlyftingardrengjum og -stúlkum tækifæri til að hittast og reyna með sér, fá keppnisreynslu og skemmta sér saman. Eftir keppninni sjálfri verður boðið upp á fræðslu og samveru.

Tags:

Leave a Reply