Skip to content

Tvö heimsmet sett á NM í Njarðvikum í dag

  • by

Stórkostlegur árangur náðist á Norðurlandamótinu í kraftlyftingum í Njarðvíkum í dag.
Mörg met fellu, þar á meðal tvö heimsmet, en það gerist ekki á hverjum degi.
Calle Nilsson setti drengjamet í bekkpressu með 290 kg og Fredrik Svensson frá Svíþjóð og Kenneth Sandvik frá Finnlandi börðust um bekkpressumetið í +120 kg flokki og settu sitt metið hvor. Sandvik stóð uppi í lokin með 371 kg sem best, en Svensson endaði í 370,5.
Íslensku keppendurnir stóðu sig með prýði og unnu til margra verðlauna og settu mörg met. Nánar verður fjallað um mótið síðar.
http://results.kraft.is/meet/npf-nordic-powerlifting-championships-2014

Norðurlandamótið heldur áfram á morgun með keppni í bekkpressu.