Skip to content

Tveir heimsmeistarar!

  • by

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir og Matthildur Óskarsdóttir gerðu góða ferð á HM unglinga í klassískri bekkpressu í Almaty og koma báðar heim með gullverðlaun og heimsmeistaratitil.
Matthildur varði titil sinn í -84 kg flokki á nýju íslandsmeti 125 kg. Hún var önnur stigahæsta konan á mótinu.

Matthildur með nýtt íslandsmet – 125 kg

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir sigraði í -63kg flokki með 102,5 kg. Hún varð þriðja stigahæsta konan á mótinu

Alexandrea tekur 102,5 og vinnur gullið

Við óskum þeim “bekkjarsystrum” innilega til hamingju með árangurinn!