Skip to content

Tveir fulltrúar frá Íslandi á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum

Evrópska kraftlyftingasambandið EPF í samstarfi við Sænska kraftlyftingasambandið munu nú á dögunum halda fyrsta Evrópumót öldunga í klassískum kraftlyftingum. Mótið verður haldið dagana 6. til 10. mars í Helsingjaborg, Svíþjóð. Búist er við 300 keppendum á mótið og því ljóst að baráttan verður hörð á mótinu.

Laufey á góðri stundu.

Fyrir hönd Íslands keppa þær Laufey Agnarsdóttir og Sigþrúður Erla Arnarsdóttir. Laufey keppir í -84 kg flokki Masters 1 (40-49 ára) og Sigþrúður í +84 kg flokki Masters 2 (50-59 ára).

Óskum við þeim góðs gengis á mótinu!