Skip to content

Tilkynning vegna skráningar á ÍM í klassískum kraftlyftingum

  • by

Frá stjórn KRAFT:
Á kraftlyftingaþingi í janúar var stjórninni falið að breyta mótaskrá 2013 á þann veg að breyta opnu móti Gróttu í Íslandsmót í klassískum kraftlyftingum. Stuttur fyrirvari var á þessu og því hafa margir óskað eftir lengri frest til að ganga í kraftlyftingafélag, en eingöngu þeir sem eru skráðir í aðildarfélag KRAFT 3 mánuðum fyrir íslandsmót eru hlutgengir. Mótið verður haldið 11. maí nk. Skráningarfrestur í félag var því til 11. febrúar.

Vegna fyrirspurna og vegna þess að ákveðinnar óvissu virðist hafa gætt með þessar óvenjulegu aðstæður hefur stjórn Kraft ákveðið að veita viku afslátt á skráningarfresti í Felix. Skráningarfrestur rennur því út 18. febrúar nk.

Það þýðir að félög sem ætla að senda keppendur á Íslandsmótið í klassískum kraftlyftingum verða að tryggja að þeir séu skráðir kraftlyftingaiðkendur í Felix í síðasta lagi 18.febrúar.

Skráning á sjálft mótið hefst svo í apríl.

Tags: