Skip to content

Þrír keppendur á morgun!

  • by

Á morgun laugardag stíga íslensku keppendurnir á keppnispallinn í Stavanger.
Guðfinnur Snær Magnússon keppir í +120 kg flokki og hefst keppninn kl 09.00 að íslenskum tíma.
Eftir hádegi, eða kl 13.30 á Íslandi, hefst svo keppni í þyngstu flokkunum, +84 kg flokki kvenna og +120 kg flokki karla A-grúppa.
Þar keppa þau Sóley Margrét Jónsdóttir og Júlían J K Jóhannsson.

Hægt er að fylgjast með HÉR og beint á Eurosport.

Við óskum þeim góðs gengis!