Skip to content

Þrír íslenskir keppendur á HM í kraftlyftingum.

Landsliðið er á förum á heimsmeistaramótið í kraftlyftingum með útbúnaði en mótið fer fram dagana 13.-18. nóvember í Druskininkai, Litháen. Keppendur eru þau Sóley Margrét Jónsdóttir, Alex Cambray Orrason og Guðfinnur Snær Magnússon. Í tengslum við HM verður haldið kraftlyftingamót á vegum IPF og Special Olympics International og mun Sigurjón Ægir Ólafsson vera fulltrúi Íslands á þessu móti.

Alex Cambray keppir í -93 kg flokki og er að mæta á sitt annað heimsmeistaramót en fyrr á þessu ári varð hann í fimmta sæti á Evrópumeistaramótinu. Alex keppir miðvikudaginn 15. nóvember kl. 12:30 að íslenskum tíma.

Sóley Jónsdóttir sem keppir í +84 kg flokki á nokkur alþjóðamót að baki. Hún náði þeim frábæra árangri að verða Evrópumeistari á þessu ári og náði jafnfram 2. sæti á HM í fyrra. Sóley keppir laugardaginn 18. nóvember kl. 11:00.

Guðfinnur Magnússon sem keppir í +120 kg flokki er að keppa á sínu þriðja heimsmeistaramóti. Hann er
Vestur-Evrópumeistari í kraftlyftingum 2023 og náði 4. sætinu á HM í fyrra. Guðfinnur keppir laugardaginn
18. nóvember kl. 15:20.

Sigurjón Ólafsson er fulltrúi Íslands á Special Olympics mótinu og keppir í -83 kg flokki. Sigurjón keppti síðasta sumar á Special Olympics og vakti þar mikla athygli fyrir mikinn viljastyrk og seiglu á keppnispallinum. Sigurjón keppir föstudaginn 17. nóvember kl. 12:30.

Beint streymi verður frá mótinu: Sjá hér.

Áfram Ísland!