Skip to content

Þingstörfin 2020

  • by

10.ársþing KRAFT var haldið 29.febrúar sl
Þingforseti var Valdimar Leó Friðriksson, formaður UMSK.
Þinggerð ársskýrsla
Veittar voru viðurkenningar til stigahæsta liða og kraftlyftingafólks ársins 2019.
María Guðsteinsdóttir var sæmd gullmerki KRAFT og Sigurjón Pétursson var kjörinn heiðursforseti sambandsins.
Ingi Þór Ágústsson var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og sæmdi Gry Ek gullmerki ÍSÍ og Sigurjóni Heiðurskross ÍSÍ.
Á þinginu fór fram formanns- og stjórnarkjör.
Gry Ek Gunnarsson var endurkjörin formaður til eins árs.
Aron Ingi Gautason, Laufey Agnarsdóttir og Muggur Ólafsson taka nú sæti í stjórn með umboð til næstu tveggja ára.
Sólveig H. Sigurðardóttir var kjörin formaður dómaranefndar,
Einar Örn Guðnason formaður mótanefndar, Róbert Kjaran formaður landsliðsnefndar,
Sigurjón Pétursson formaður laganefndar og Gry Ek formaður heiðursmerkjanefndar.

Á þinginu var samþykkt tillaga Stjörnunnar um að taka upp DOTS stigakerfi í innanlandskeppnum 2020. Reynslan verður metin á þingi 2021.
Keppnisgjöld voru hækkuð í 7500kr/6000kr.
Afreksstefnan var staðfest á þinginu.