Seltjarnarnesmótið – úrslit

Stórt og mikið bekkpressumót lauk í íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi fyrir stundu. Konur og karlar úr 6 félögum reyndu með sér í klassiskri bekkpressu, eða bekkpressu án útbúnaðar.
Veitt voru verðlaun í öllum þyngdarflokkum, en stigaverðlaun kvenna hlaut Anna Hulda Ólafsdóttir, Breiðablik, fyrir 70 kg í -63,0 kg flokki og í karlaflokki sigraði Aron Lee Du Teitsson, Gróttu, sem lyfti 170 kg i -83,0 kg flokki.
Hér má sjá HEILDARÚRSLIT.
Dómarar á mótinu voru Geir Þórólfsson, Guðrún Bjarnadóttir og Herbert Eyjólfsson. Þulur var Sigurjón Pétursson.

Kraftlyftingafélögin tvö á Nesinu, Zetórar og Kraftlyftingadeild Gróttu, stóðu saman að skipulag mótsins og var undirbúningurinn til fyrirmyndar. Þetta var frumraun þeirra í mótahaldi og margir að gera hlutina í fyrsta skipti. Nokkrir tæknilegir hnökrar í upphafi mótsins komu ekki í veg fyrir að mótið sem heild fór vel fram og áhorfendur skemmtu ser konunglega.
Við óskum bæði keppendum og mótshöldurum til hamingju með mótið.

Bekkpressumót 6.oktober

Seltjarnarnesmótið í klassískri bekkpressu fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laugardaginn 6.oktober og hefst kl. 12.00.
11 konur og 10 karlar eru skráðir til leiks.
Auk þess taka 6 keppendur þátt í sérstöku kynningarmóti.

Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Zetórar, halda mótið í samvinnu við kraftlyftingadeild Gróttu og verður vandað til í alla staði.
Við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar og bekkpressu að leggja leið sína á Nesið og taka þátt í skemmtuninni.

Seltjarnarnesmótið í bekkpressu – skráning hafin

Skráning er hafin á Seltjarnarnesmótið í klassískri bekkpressu sem fram fer í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laugardaginn 6.oktober nk samkvæmt mótaskrá. Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Zetorar, halda mótið í samvinnu við Kraftyftingadeild Gróttu.
Félög skrá sína keppendur á þessu eyðublaði: Seltjarnarnesmótið en þar koma fram allar upplýsingar um skráningarfrest og -gjald.
Mótið hefst kl. 10.00 og vigtun er kl. 8.00.

Í framhaldi af Seltjarnarnesmótinu verður haldið óformlegt kynningarmót í bekkpressu ætlað ófélagsbundnum kraftlyftingaáhugamönnum og -konum þar sem þeim gefst kostur á að spreyta sig á bekknum við löggiltar keppnisaðstæður. Vigtun fyrir þennan hóp er líka kl. 8.00

Nánari upplýsingar á heimasíðu kraftlyftingadeildar Gróttu og facebooksíðu Zetóra.

Byrjendum er bent á að kynna sér vel keppnisreglur svo þeir hljóti örugglega náð fyrir augum dómara þegar á hólminn er komið.
http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2010/10/Keppnisreglur2012.pdf

VEGGSPJALD

Aðalfundur Zetora

Aðalfundur Kraftlyftingafélags Seltjarnarness – Zetora var haldinn 26. apríl síðastliðinn. Fundurinn fór fram í salarkynnum ÍSÍ í Laugardal.
Á fundinum var lögð fram skýrsla formanns og gjaldkera frá ársbyrjun þar sem félagið var stofnað í janúar.
Stjórn félagsins var endurkjörin til 1 árs og er hún þannig skipuð:
Magnús Örn Guðmundsson, formaður
Grétar Dór Sigurðsson, varaformaður
Sigurður Örn Jónsson, gjaldkerfi
Hannes Páll Guðmundsson, meðstjórnandi
Finnur Hilmarsson, meðstjórnandi
Enn fremur var merki félagsins formlega vígt. Merkið hefur skírskotun í traktorsdekk auk þess sem brúnn litur skjaldamerkis Seltjarnarness er notaður. Mæting var fín og var mikill hugur í mönnum fyrir komandi hrikaleg átök.

Nýtt kraftlyftingafélag

Seltirningar eignuðust kraftlyftingafélag á dögunum þegar stofnað var Kraftlyftingafélag Seltjarnarness – Zetorar. Stofnfélagar voru 13 og formaður félagsins er Magnus Örn Guðmundsson.
Félagið hefur þegar fengið inngöngu í KRAFT og er 9.aðildarfélag Kraftlyftingasambands Íslands og 3.kraftlyftingafélagið innan UMSK.

Við óskum þeim velkomin í hópinn.

Flestir stofnfélagar auk formanns og varaformanns KRAFT: