Viktor hefur lokið keppni

Viktor Samúelsson, KFA, lauk í dag keppni á HM unglinga í Póllandi. Hann lyfti í -105,0 kg flokki unglinga. Hann vigtaði 100,85 kg og lyfti seríuna 285 – 212,5 – 290 = 787,5 kg. Það dugði honum í 11.sæti, en hann var yngstur og léttastur í flokknum
Viktor nær ekki að bæta heildarárangur sinn, en bætir sig verulega á bekknum, eða um 12,5 kg. Við óskum honum til hamingju með það og með mótið.
Yeshmakhanov Nurlan, Kazakstan, sigraði í flokknum á nýju heimsmeti unglinga 1000,1 kg.
Á morgun lyftir svo Júlían J. K. Jóhannsson í +120,0 flokki. Keppnin hefst kl. 11.00 að íslenskum tíma.

Viktor keppir á morgun

Viktor Samúelsson, KFA, keppir á morgun laugardag á HM unglinga í Póllandi.
Viktor keppir í -105,0 kg flokki 19 – 23 ára, en hann er fæddur 1993 og því á fyrsta ári í þessum aldursflokki. Þetta er í fyrsta skiptið sem Viktor mætir til leiks á heimsmeistaramóti, en hann hefur keppt á tveimur evrópumótum og staðið sig vel. Hann er s.s. enginn nýgræðlingur í faginu.
Viktor hefur sýnt stöðugum framförum á undanförnum mótum og við væntum þess að hann bætir sig en frekar á morgun.
Fylgist með Viktor í beinni vefútsendingu: http://goodlift.info/live/onlineside.html
Keppnin hefst kl. 15.00 að staðartíma, eða kl. 13.00 á íslenskum tíma.

Kraftakveðjur til Viktors og hans aðstoðarmanna. Koma svo!!