Þjálfari 1 námskeið

Á vegum ÍSÍ er boðið upp á almenna hlutann af Þjálfara 1 námi í sumar og hefst 24.júni. Áhugasamir þurfa að skrá sig strax á [email protected]s eða í síma 514 4000,
Upplýsingar og skráning: Sumarfjarnám 1 stig

Sérgreinahluti námsins verður í boði á vegum KRAFT í haust, en almenni hlutinn er nauðsynlegur undanfari og skilyrði fyrir þátttöku á því námskeiði.

Fræðslufundur – dómaraklínik

Laugardaginn 20.oktober nk er haldinn fræðslufundur, skriflegt dómarapróf og dómaraklínik á vegum KRAFT í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. 

DAGSKRÁ:
10.00 – 11.00 Úmfjöllun um reglugerðir og keppnisreglur
11.00 – 12.00 Skriflegt próf
13.00 – 14.30 Fyrirlestur á vegum lyfjaeftirlitsins 

Þátttakendur á Þjálfara 1 – námskeiðinu taka þátt í öllum dagskráliðum.
Þáttakendur á dómaranámskeiði taka hér skriflega hluta dómaraprófsins.

Öllum dómurum á dómaralista KRAFT er boðið að taka endurgjaldslaust þátt í allri eða hluta af dagskránni og nota tækifærið til að rifja upp og styrkja þekkingu sína. 

Þeir sem hafa áhuga eru beðnir að tilkynna sig á [email protected] sem allra fyrst.

Kraftlyftingaþjálfari 1

Eitt af aðaláhersluatriðum hjá KRAFT er að auka fagmennsku og gæði í kraftlyftingaþjálfun á Íslandi og var mörkuð stefna um það á síðasta kraftlyftingaþingi. Nú verður fyrsta skrefið stigið, en námskeiðið Kraftlyftingaþjálfari 1 hefst í lok september. Nauðsynlegur undanfari er Þjálfari 1 – almennur hluti, nám í boði ÍSÍ.
Upplýsingar varðandi skráningu, gjald o.a. hefur verið sent formönnum allra félaga, en skráning fer fram gegnum félögin. Skráningarfrestur er stuttur, eða til 7.september nk.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með skulu snúa sér til sins félags.

NÁMSÁÆTLUN: KRAFTLYFTINGAÞJÁLFARI 1

Þjálfari 1

Kraftlyftingasamband Íslands ætlar að bjóða upp á sérgreinahlutann í Þjálfara 1 námi ÍSÍ í haust. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið verður upp á sérhæft nám fyrir kraftlyftingaþjálfara og lítur KRAFT á það sem undirstöðuatriði í áframhaldandi uppbyggingu íþróttarinnar að öll félög eignist menntaðan þjálfara.
Nauðsynlegur undanfari sérgreinahlutans er almenni hluti þjálfara 1 hjá ÍSÍ, eða annað sambærilegt nám sem ÍSÍ metur jafngilt.

Námið er 60 tímar og skiptist svona:
– Skyndihjálparnámskeið – 16 tímar
– Keppnisreglur IPF og KRAFT, lög og reglugerðir KRAFT – 10 tímar
– Þjálfun. (Tækni, greining/ástandsmat keppandans, skipulag æfingatíma. leikfræði/taktík,  rétt næring, notkun búnaðar, undirbúningur og aðstoð í keppni) – 34 tímar

Námskeiðið hefst  dagana 20-23 september, en þá kemur mjög fær fyrirlesara frá norska sambandinu og kennir þjálfun.
Skráning hefst fljótlega og fer fram gegnum félögin.  Þetta er gert til að tryggja að menntunin nýtist þeim til uppbyggingar, og að þeir sem fara í námið á vegum síns félags skili þekkinguna inn í hópinn. Þeir sem hafa áhuga á að vera með ættu að hafa samband við sitt félag og taka helgina 20-23 september frá.

Þjálfaramenntun – 1.stig

Vorannarfjarnám 1. stigs þjálfaramenntunar ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 6. febrúar nk. og tekur það átta vikur.  Um er að ræða samtals 60 kennslustunda nám eða sem samsvarar öllu 1. stiginu,1a, 1b og 1c.  Námið er almennur hluti þjálfaramenntunar ÍSÍ og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar.  Skráning er á [email protected] eða í síma 514-4000 og þarf henni að vera lokið fyrir fimmtudaginn 2. febrúar. Með skráningu þarf að fylgja fullt nafn, kennitala, heimilisfang, netfang og símanúmer.  Rétt til þátttöku hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.

Þetta nám er metið sem ÍÞF 1024 í framhaldsskólum.

Allar nánari uppl. um fjarnámið og aðra þjálfaramenntun ÍSÍ gefur sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs í síma 460-1467 eða á [email protected]