Nýtt félag stofnað í Bolungarvík

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum 22.apríl sl umsókn Kraftlyftingadeildar UMFB að sambandinu. Deildin var stofnuð 3.febrúar sl og formaður er Inga Rós Georgsdóttir.
Stjórn KRAFT óskar Bolvíkingum og kraftlyftingaheiminum öllum til hamingju með nýja félagið og býður þessu 18.aðildarfélagi velkomið í hópinn.

Íþróttamenn ársins 2014

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, kraftlyftingamann ársins 2014 i karlaflokki og Ragnheiði K. Sigurðardóttur, Gróttu, í kvennaflokki.

Júlían J.K. Jóhannsson, er fæddur 1993 en er þrátt fyrir ungan aldur í 12.sæti á heimslista í sínum flokki. Hann á mjög gott keppnistímabil að baki þar sem hann hefur sýnt stöðugar framfarir og bætt Íslandsmetin í sínum flokki í öllum greinum. Júlían hefur náð eftirtektarverðum árangri á alþjóðamótum á árinu.

Helstu afrek 2014:
Evrópumót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt.
Evrópumót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun í hnébeygju.
Heimsmeistaramót unglinga +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt Heimsmeistaramót unglinga +120,0 kg flokki: 2.sæti og silfurverðlaun í réttstöðulyftu.

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta,  er stigahæsta kona Íslands í kraftlyftingum á árinu. Ragnheiður er Íslandsmeistari í kraftlyftingum og í réttstöðulyftu og Norðurlandameistari í -57 kg flokki. Ragnheiður hefur bætt Íslandsmetin í öllum greinum í sínum flokki.

Helstu afrek 2014:
Norðurlandamót í kraftlyftingum -57,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun
Norðurlandamót í kraftlyftingum: 3 sæti á stigum
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum -52,0 kg flokki: 1. sæti
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum: 1.sæti á stigum
Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu – 57,0 kg flokki: 1 sæti
Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu: 1.sæti á stigum

Ný félög

Á fundi sínum 30.janúar sl. samþykkti stjórn Kraftlyftingasambands Íslands aðild tveggja nýrra félaga.
Kraftlyftingadeild Kormáks á Hvammstanga hefur verið stofnuð, og kraftlyftingar nú komnar inn í enn eitt íþróttahérað, nefnilega í Ungmennasamband Vestur-Húnavatnssýslu.
Formaður deildarinnar er Aðalsteinn Guðmundsson.
Kraftlyftingafélag Kópavogs hefur verið stofnað, og var aðild samþykkt með fyrirvara um frágangi á nokkrum formsatriðum.
Formaður félagsins er Jens Fylkisson.

Við óskum nýjum félögum velkomin í hópinn og góðs gengis í þeirri uppbyggingu sem framundan er.

Íþróttamenn ársins 2013

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands hefur valið Auðunn Jónsson, Breiðablik, kraftlyftingamann ársins 2013 og Fanney Hauksdóttir, Gróttu, kraftlyftingakonu ársins 2013.

Auðunn Jónsson, Breiðablik, hefur verið í flokki bestu kraftlyftingamanna heims um árabil. Hann er í 9.sæti á afrekslista IPF í sínum flokki.
Helstu afrek 2013:
Evrópumót +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun samanlagt.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 2.sæti og silfurverðlaun í hnébeygju.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun í bekkpressu.
Evrópumót +120,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun í réttstöðulyftu.

Fanney Hauksdóttir, Grótta, er fædd 1992 og keppir enn i unglingaflokki. Hún hefur samt náð frábærum árangri á árinu, sérstaklega í bekkpressu sem er hennar sérgrein. Hún er í 16.sæti á afrekslista IPF í bekkpressu í opnum flokki -57,0 kg, þó hún sé ennþá unglingur.
Helstu afrek 2013:
HM unglinga í bekkpressu -57,0 kg flokki: 3.sæti og bronsverðlaun
Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum -57,0 kg flokki: 1.sæti og gullverðlaun
Íslandsmeistaramót í bekkpressu: 1.sæti á stigum og gullverðlaun
Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum -63,0 kg flokki: 1. sæti og gullverðlaun
Fanney setti íslandsmet í bekkpressu á árinu með 115,0 kg í -63,0 kg flokki, en
það er met bæði í unglingaflokki og opnum flokki.

Við óskum þeim til hamingju með þennan heiður sem þau eru bæði vel að komin,

Breyting á mótareglum

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum 28.nóvember sl breytingu á 19.grein reglugerðar um mótahald. Félögum er gert skylt að leggja til dómara á mótum sem þau senda keppendur á, en annað starfsmannahald er á ábyrgð mótshaldara.
Eftir sem áður munu félögin hafa með sér samvinnu vegna mótahalds, en það verður ekki bundið í reglugerð heldur gert eftir samkomulagi hverju sinni.
Allir starfsmenn þurfa að vera skráðir í Felix.

REGLUR UM MÓTAHALD

Lágmörk fyrir klassísk íslandsmet

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær lágmörk fyrir setningu íslandsmeta í klassískum kraftlyftingum.
Skráning klassískra meta hefst 1.janúar 2014.
Lágmörkin má finna hér.

Um setningu íslandsmeta segir í reglugerð:
Gerður er greinarmunur á metum settum með eða án búnaðar og eru þau síðarnefndu nefnd klassísk met. Íslandsmet með búnaði skal setja á mótum þar sem keppt er með búnaði, Klassísk met skal setja á mótum þar sem keppt er án búnaðar.
Ekki er hægt að setja klassísk met á búnaðarmóti jafnvel þó keppt sé án búnaðar. Sömuleiðis er ekki hægt að setja búnaðarmet á klassísku móti jafnvel þó lyft sé yfir gildandi meti með búnaði.

Um löglegar keppnisgræjur

Í tæknireglum IPF er nákvæmlega tilgreint hvernig keppnisaðstæður eiga að vera. Hnébeygjustatíf og bekkir þurfa að uppfylla kröfur í öllum smáatriðum. Á alþjóðamótum má eingöngu nota græjur frá framleiðendum tilgreindum og viðurkenndum af tækninefnd IPF.

Hér á Íslandi hafa verið smíðuð tæki sem uppfylla þessa staðla fullkomlega og stjórn KRAFT hefur ákveðið að leyfa notkun þessara tækja í keppni innanlands, þar með talið á Íslandsmeistaramótum og bikarmótum.
Þetta var bókað á stjórnarfundi 1.júlí sl: Stjórn KRAFT styður ákvörðun dómaranefndar þess efnis að votta  sem gildar til notkunar á kraftlyftingamótum á Íslandi statív-samstæður sem smíðaðar eru á Íslandi í samræmi við staðla IPF. Stjórnin mælist til þess við dómaranefnd að hún votti framangreindar vottaðar samstæður til notkunar á öllum kraftlyftingamótum á Íslandi þ.m.t. Íslands-og bikarmótum.