Formannafundur

Stjórn KRAFT hefur boðað formönnum allra kraftlyftingafélaga og -deilda til fundar sunnudaginn 23.oktober nk.
Nú eru 12 félög starfandi í landinu. Þau eru mislangt á veg komin, sum hafa reynslubolta og önnur aðallega nýja menn innanborðs.
Á fundinum gefst tækifæri til að skiptast á skoðunum og reynslu, ræða sameiginleg verkefni og kynnast betur.
Efling starfsins innan félaganna er undirstaða góðs árangurs í þessari íþróttagrein eins og í öðrum, en með fundum eins og þessum vill stjórn sambandsins stuðla að samstarfi og styrkingu félaga.

Kraftlyftingaþing

Fyrsta þing Kraftlyftingasambands Íslands fer fram laugardaginn 29. janúar nk í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar Jaðarsbökkum á Akranesi. Þingstörfin hefjast kl. 17.00.
Atkvæðisbærir fulltrúar eru 25, einn frá hverju héraðssambandi og 2-4 frá hverju félagi eftir iðkendafjölda. Auk þess eiga rétt til þingsetu stjórn og nefndir  KRAFT og fulltrúar frá ÍSÍ og ráðuneyti íþróttamála.
Dagskrá og framkvæmd þingsins er samkvæmt lögum sambandsins.

Öll félög (nema hið nýstofnaða félag Seltjarnaress) eiga rétt á að senda fulltrúa á þingið. Kjörbréf hafa verið send héraðssamböndum, en fulltrúar þurfa að leggja fram löglega undirrituð kjörbréf við upphaf þings. Félög sem hafa ekki fengið kjörbréf skulu hafa samband sem fyrst við sín svæðis/héraðssambönd og bæta úr því.

Kraftlyftingaþing

Þing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið á Akranesi 29.janúar nk.  í tengslum við Íslandsmeistaramótið  í bekkpressu. Í tengslum við þingið verða afhentar viðurkenningar til kraftlyftingfélags og kraftlyftingamanns og -konu ársins 2010.

Ný stjórn NPF

Þing NPF (Nordic Powerlifting Federation) fór fram í tengslum við Norðurlandamótið í kraftlyftingum um helgina.
Linda Höiland, Noregi, var kosin nýr forseti sambandsins. Robert Ericsson, Svíþjóð, var settur framkvæmdastjóra til eins árs eða þar til nýr verður kosinn 2011. Fulltrúi Íslands í stjórn sambandsins er Gry Ek, ritari KRAFT.

Mótaskrá 2011

Byrjað er að vinna mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og má sjá drög að henni undir MÓT.
Stjórnin hvetur félögum eindregið til að huga að mótahald sem fyrst og taka frá dögum strax, þó að frestur til að fá mót skráð renni ekki út fyrr en 1. september.

Það er allt sem mælir með því að halda mót:
– félagsmenn fá að keppa á heimavelli
– undirbúningur og framkvæmd þjappar hópinn saman og styrkir félagsandann, allir fá hlutverk
– vel undirbúið mót getur gefið vel í kassann, smbr. nýafstaðið Kópavogsmót sem skildi eftir 150.000 hjá Breiðabliki og ÍM í bekkpressu á Akranesi sem gaf enn betur.

Ósk um að fá mót á mótaskrá sendist [email protected]


Nýr vefur

Kraft.is, vefur KRAFT, hefur fengið nýtt og nútímalegra útlit, í takt við nýrri og nútímalegri vinnubrögð. Nýi vefurinn er auðveldari í notkun fyrir vefstjóra og gefur lesendum kost á að tjá sig um málefni og koma skoðunum sínum á framfæri. Tenging við facebook gefur lesendum kost á að deila fréttum með vinum sínum.
Verið er að vinna að uppfærslu á eldra efni og verður það aðgengilegt á nýju síðunni eftir því sem tími vinnst til. Hægt er að hafa samband við vefstjóra um upplýsingar á meðan.
Síðan hefur verið unnin í samstarfi við sixfootfour sem styrkir KRAFT með þessa vinnu og vistun á síðunni.

Það er von stjórnar KRAFT að nýja síðan verði liður í því öfluga uppbyggingarstarfi sem á sér stað innan kraftlyftingaíþróttarinnar.