ÍM í réttstöðu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 14.september 2013. Mótið fer að þessu sinni fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í umsjón hins nýstofnaða kraftlyftingafélags bæjarins, Vikings.
Skráningarfrestur er til 24.ágústs, en félög hafa svo viku til að greiða keppnisgjaldið og færa keppendur milli þyngdarflokka.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ ÍM13_DEDD
Við biðjum félög að skoða vel 19.grein í reglum um mótahald, en hert hefur verið á skyldum félaga til að senda starfsmenn á mót. Það þarf að skrá starfsmenn um leið og keppendur.

ÍM í klassískum kraftlyftingum – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi laugardaginn 11.maí nk í umsjón Kraftlyftingadeildar Gróttu. Skráningarfrestur er til miðnættis 20.apríl.
Skráningareyðublað: imklassisk13

Félög þurfa hafa mótareglurnar í huga við skráningu keppenda, sérstaklega 3.grein um hlutgengi keppenda og 19.grein um fjölda starfsmanna á mótum.
Reglurgerð um mótahald.

ÍM_keppendur

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum sem fer fram í umsjón Massa 23.mars nk. Keppendur eru 46, þar af 13 konur.

Tvö ný félög senda keppendur í þetta sinn; Víkingur frá Ísafirði og Lyftingafélag Reykjavíkur sem er nýbúið að stofna deild um kraftlyftingar.

Félög hafa frest til 9.mars til að greiða keppnisgjöld og gera breytingar á þyngdaflokkum.

 

KEPPENDUR

ÍM í kraftlyftingum – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna. Mótið fer fram í Njarðvíkum 23.mars nk.
Fyrri skráningarfrestur er til 2.mars. Eftir það hafa félög viku til að greiða keppnisgjald.
Á Íslandsmeistaramót gildir 3-mánaða reglan. Keppendur þurfa að vera skuldlausir við sitt félag og hafa verið rett skráðir í Felix í síðasta lagi 23.desember 2012.

SKRÁNINGAREYÐUBLAÐIM13

Tilkynning vegna skráningar á ÍM í klassískum kraftlyftingum

Frá stjórn KRAFT:
Á kraftlyftingaþingi í janúar var stjórninni falið að breyta mótaskrá 2013 á þann veg að breyta opnu móti Gróttu í Íslandsmót í klassískum kraftlyftingum. Stuttur fyrirvari var á þessu og því hafa margir óskað eftir lengri frest til að ganga í kraftlyftingafélag, en eingöngu þeir sem eru skráðir í aðildarfélag KRAFT 3 mánuðum fyrir íslandsmót eru hlutgengir. Mótið verður haldið 11. maí nk. Skráningarfrestur í félag var því til 11. febrúar.

Vegna fyrirspurna og vegna þess að ákveðinnar óvissu virðist hafa gætt með þessar óvenjulegu aðstæður hefur stjórn Kraft ákveðið að veita viku afslátt á skráningarfresti í Felix. Skráningarfrestur rennur því út 18. febrúar nk.

Það þýðir að félög sem ætla að senda keppendur á Íslandsmótið í klassískum kraftlyftingum verða að tryggja að þeir séu skráðir kraftlyftingaiðkendur í Felix í síðasta lagi 18.febrúar.

Skráning á sjálft mótið hefst svo í apríl.

ÍM í bekkpressu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í bekkpressu 19.janúar nk. Skráningarfrestur er 29.desember. SKRÁNING_Ímbekkur13
Frestur til að breyta skráningu og greiða gjaldið er til 5.janúar og koma allar upplýsingar fram á skráningarblaðinu. Ætlast er til að hvert félag greiði eina greiðslu fyrir sína keppendur.
Mótið er liður í Reykjavík International Games.
Hildeborg Juvet Hugdal, heimsmethafi í bekkpressu í +84,0 kg flokki verður gestakeppandi á mótinu og unnið er að því að fá gestakeppanda líka í karlaflokki.
Við auglýsum mótið með góðum fyrirvara að þessu sinni svo skráningin gleymist ekki í jólaösinni!

 

Bikarmót – skráningu lýkur á laugardag

Skráning stendur yfir á Bikarmótið í kraftlyftingum 2012.

Mótið fer fram í Ármannsheimilinu, Laugardal, laugardaginn 24.nóvember nk i umsjón Kraftlyftingadeildar Ármanns.
Mótið er síðasta stóra mót ársins og mun þar ráðast ekki bara hverjir verða bikarmeistarar karla og kvenna, heldur líka hvaða lið vinnur liðabikarinn 2012. Mótið er auk þess síðasta tækifæri ungra keppenda til að sanna að þeir eiga erindi á Norðurlandamót unglinga í febrúar.
Skráning fer eingöngu fram gegnum félögin og eru þau beðin um að senda inn eina skráningu og eina greiðslu ef þess er nokkur kostur.  EYÐUBLAÐ – BIKARMÓT12
Reglunum um aðstoðarmenn keppenda og starfsmenn á mótið verður fylgt fast eftir og eru félögin þess vegna beðin um að skrá þá líka með síma/netfangi.
Skráning skal senda til [email protected] með afrit á [email protected].
Keppnisgjaldið er 4000 krónur og skal greitt á reikning 0111-26-60040, Kennitala: 600409-0340                                          
Fyrri skráningarfrestur er til miðnættis 3.nóvember. Svo hafa menn viku til að greiða keppnisgjald og breyta um þyngdarflokk, eða til miðnættis 10.nóvember. Smkv gildandi mótareglum eru þeir hlutgengir á mótið sem hafa verið skráðir í Felix í amk þrjá mánuði fyrir mótið.
Veglegt lokahóf verður haldið að loknu móti og fer það líka fram í Ármannsheimilinu. Þar fer fram verðlaunaafhending og útnefning lið ársins 2012.
Félög eru beðin um að panta miða á lokahófið um leið og skráning fer fram til að tryggja sér sæti, en miðar verða til sölu áfram á meðan pláss leyfir. Verðið verður stillt í hóf.

Kraftlyftingamót í Mosfellsbæ – skráning hafin

Kraftlyftingafélag Mosfellsbæjar stendur fyrir kraftlyftingamót í íþróttamiðstöðinni Varmá sunnudaginn 11.nóvember nk.
Keppt verður í bekkpressu og réttstöðulyftu og geta keppendur valið að keppa í einni grein eða báðum. Keppnisgjald er 3000 krónur í báðum tilfellum.

Mótin eru á mótaskrá og fer skráning fram eins og venjulega. Eingöngu félög geta skráð keppendur  og þurfa menn að hafa verið skráðir félagsmenn í amk mánuð fyrir mót.
Skráningarfrestur er til 21.oktober og svo hafa menn viku til að breyta um þyngdarflokk og greiða keppnisgjald.
SKRÁNING