Íslandsmeistaramót í bekkpressu á laugardag

rig2014_portOpna Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fer fram laugardaginn 18.janúar nk í tengslum við Reykjavíkurleikana.  Keppt er um meistaratitla í öllum flokkum, en auk þess er keppt um stigabikar karla, kvenna og liða.
Keppni hefst í kvennaflokkum kl. 11.00, en i karlaflokkum kl. 12.30. Aðgangseyrir 1000 KR.
Áætlað er að keppni ljúki um kl. 14.00 og fer þá verðlaunaafhending fram.

35 keppendur eru skráðir til leiks. Meðal þeirra eru tveir gestakeppendur á heimsmælikvarða; þau Inger Blikra og Kjell Egil Bakkelund frá Noregi.
Inger Blikra þarf vart að kynna fyrir kraftlyftingafólk. Hún hefur stigið á verðlaunapall oftar en 100 sinnum á alþjóðamótum og unnið sér sæti í IPF Hall-of-Fame, en það er mesti heiður sem kraftlyftingamanni getur hlotnast. Kjell Egil Bakkelund  var á dögunum valinn kraftlyftingamaður Evrópu 2013. Hann er heimsmeistari í -83 kg flokki og var silfurverðlaunahafi á World Games 2013, en það er sterkasta kraftlyftingamót heims og haldið á fjögurra ára fresti. Í bekkpressu á hann best 258 kg, en það var heimsmet í greininni á þeim tíma.

Allir sem hafa áhuga á kraftlyftingum og bekkpressu ættu að leggja leið sína í höllina á laugardaginn!

Málstofa um markaðsmál fyrir íþróttafólk

Laugardaginn 4. janúar 2014, kl. 9-12, munu Reykjavíkurleikarnir bjóða upp á málstofu undir á efstu hæð í stúku KSÍ þar sem áhersla verður lögð á íþróttamanninn og markaðssetningu hans. Yfirskriftin er Seldu sjálfan þig!
Fyrst munum við heyra reynslusögu Rögnu Ingólfsdóttur badmintonkonu. Ragna átti í miklum erfiðleikum á tímabili með að fjármagna íþróttaferil sinn. Hún fer í

Fanney og Sigfús stigameistarar á Íslandsmótinu í bekkpressu.

imbekk13Í gær fór fram Íslandsmótið í bekkpressu sem haldið var á Reykjavík International Games en mótið var líka alþjóðleg keppni á stigum, þar sem íslenskir keppendur öttu kappi við erlenda keppendur í heimsklassa. Tveir keppendur frá Noregi kepptu á mótinu, þau Hildeborg Hugdal heimsmethafi og heimsmeistari í bekkpressu og Alastair McColl silfurverðlaunahafi frá EM í bekkpressu. Úrslitin hjá konunum komu ekki á óvart en Hildeborg Hugdal varð stigahæst yfir alla kvennaflokka en hún lyfti 197,5 kg í +84 kg flokki. Einnig átti hún góða tilraun við 207,5 kg en það fór ekki upp í dag.  Fanney Hauksdóttir úr Gróttu varð önnur á stigum með 100 kg lyftu í 63 kg flokki sem var jafnframt besti árangur íslensku kvennanna. María Guðsteinsdóttir úr Ármanni varð svo í þriðja sæti í stigakeppninni. Í karlaflokkunum var keppnin mjög spennandi og lágu allmörg íslandsmet í valnum. Í 83 kg flokki tvíbætti Aron Du Lee Teitsson úr Gróttu sitt eigið íslandsmet en hann lyfti 215 kg. Menn skiptust svo á að taka íslandsmetin í 105 kg flokki en í lokin var það Ingimundur Björgvinsson úr Gróttu sem endaði með mestu þyngdina 240 kg, en hann varð jafnframt þriðji stigahæsti maður mótsins. Annar á stigum en bestur Íslendinganna varð hins vegar Sigfús Fossdal sem háði skemmtilegt einvígi við Norðmanninn Alastair McColl í +120 flokki. Fór það svo að Alastair hafði betur með 310 kg lyftu og varð stigahæstur allra karlkeppenda en Sigfús náði öðru sætinu á stigum á nýju íslandsmeti 305 kg. Í liðakeppninni sigraði svo lið Gróttu með fullt hús stiga. Nánari úrslit eru komin í gagnabanka KRAFT á síðunni.

 

 

ÍM í bekkpressu – keppendur

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótið í bekkpressu sem fer fram í tengslum við Reykjavik International Games 19.janúar nk. Félögin hafa til 5.janúar að greiða keppnisgjöldin og gera breytingar á þyngdarflokkum.
20 konur og 31 karlar eru skráðir til leiks. Tveir gestakeppendur koma frá Noregi.
KEPPENDUR.

ÍM í bekkpressu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í bekkpressu 19.janúar nk. Skráningarfrestur er 29.desember. SKRÁNING_Ímbekkur13
Frestur til að breyta skráningu og greiða gjaldið er til 5.janúar og koma allar upplýsingar fram á skráningarblaðinu. Ætlast er til að hvert félag greiði eina greiðslu fyrir sína keppendur.
Mótið er liður í Reykjavík International Games.
Hildeborg Juvet Hugdal, heimsmethafi í bekkpressu í +84,0 kg flokki verður gestakeppandi á mótinu og unnið er að því að fá gestakeppanda líka í karlaflokki.
Við auglýsum mótið með góðum fyrirvara að þessu sinni svo skráningin gleymist ekki í jólaösinni!

 

RIG – veisla fyrir íþróttaáhugamenn

Fimmtu alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir verða settir með viðhöfn á föstudaginn. Hér má sjá glæsilega dagskrá leikanna þar sem allir ættu að finna eitthvað áhugavert. http://rig.is/pdf/dagskra_rig_2012.pdf
Allra merkilegast er auðvitað Réttstöðukeppnin sem Kraftlyftingadeild Ármanns stendur fyrir annað árið í röð. Hún fer fram í Laugardalshöllinni 21.janúar og hefst kl. 14.00.
17 keppendur eru skráðir, 8 konur og 9 karlar og mæta Blikar og Selfyssingar með öflugustu liðin. KEPPENDALISTI

Þrír erlendir gestir taka þátt í mótinu og eru það keppendur sem eru þess virði að leggja leið sinni í höllina til að horfa á.
Um er að ræða Carl Yngvar Christensen, heimsmeistari  unglinga og eitt heitasta nafn í kraftlyftingaheiminum í dag, Tutta Kristine Hanssen, heimsmeistari og heimsmethafi unglinga, fyrirmynd ungra kraftlyftingakvenna víða um lönd og Kathrine Holmgård Bak, landsliðskona Dana með 202,5 kg sem persónulegt met í -72,0 kg flokki.

Þetta verður stutt, skemmtilegt og áhorfendavænt mót, upplagt fyrir þá sem vilja  kynna kraftlyftingaíþróttina fyrir forvitna vini og vandamenn.

Ármenningar eiga þakkir skildar fyrir frumkvæðið og framkvæmdin á þessu móti. Það er gaman að sjá kraftlyftingar meðal annara íþróttagreina þar sem þær eiga heima og gaman að fá aftur sterka erlenda keppendur til Íslands.
Heyrst hefur að Ármenningar ætla að einbeita sér að öðrum hlutum á næsta ári, en það væri leitt ef þessi keppni yrði tekin af mótaskrá. Vonandi snýst Ármenningum hugur, eða þá að annað félag tekur áskoruninni um að endurtaka leikinn að ári.