Formenn funda

Stjorn KRAFT boðaði formönnum kraftlyftingafélaga til fundar við sig sunnudaginn 23.oktober sl.
Fulltrúar mættu frá deildum Breiðabliks, Massa, UMF Selfoss, UMF Stokkseyri, Gróttu, Kraftlyftingafélagi Seltjarnarness, Akraness, Garðabæjar og Mosfellsbæjar. Þeir kynntu stöðu mála í sínum félögum og menn skiptust á upplýsingum og skoðunum og ræddu hugsanlegt samstarf sín á milli.
Mörgum góðum tillögum og athugasemdum var beint til stjórnar KRAFT til frekari skoðunnar og úrvinnslu.
Fundargerð verður birt fljótlega.
 

Formenn að störfum

Íþróttamenn ársins – myndir

Kjör íþróttamanns ársins 2010 var tilkynnt með viðhöfn um daginn eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Við það tækifæri var kraftlyftingafólk ársins sýnt heiður líka, og hér má sjá myndir af Auðuni og Maríu í sínu fínast pússi í hópi helstu afreksmanna þjóðarinnar. Við óskum þeim enn og aftur til hamingju.

2010


2010a