Mótaskrá 2013

Félög sem hafa áhuga á að halda kraftlyftingamót á mótaskrá 2013 skulu hafa samband við mótanefnd sem fyrst. Frestur til að senda inn óskir er til 1.september.
Hafið samband við Birgi Viðarsson, [email protected], 897 4517.

Bikarmótið í uppnámi

Bikarmótið 2012 er á mótaskrá 24.nóvember.
Kraftlyftingadeildin á Selfossi getur ekki haldið mótið eins og til stóð og þess vegna leitar nú mótanefndin að öðrum mótshaldara svo ekki komi til þess að fella þurfi mótið niður. Kraftlyftingafélög sem vilja taka verkefnið að sér, ein eða í samstarfi við aðra eru beðin að hafa samband við mótanefnd sem fyrst – í síðasta lagi 24.ágúst nk.
Birgir Viðarsson, [email protected]

Mótaskrá 2013

Tímabært er fyrir kraftlyftingafélög að fara að huga að mótahald næsta keppnistímabils.
Óskir um að fá mót skráð á mótaskrá 2013 þurfa að berast mótanefnd fyrir 1.september.

Á þessu ári urðu þau nýmæli að tvö félög tóku sig saman og héldu sameiginlegt mót og er það möguleiki sem vert gæti verið að skoða fyrir fleiri.

Ljóst er að Kraftlyftingadeild Ármanns mun ekki halda réttstöðumót í tengslum við Reykjavik International Games á næsta ári.
Þetta hafa verið skemmtileg mót sem hafa vakið athygli á íþróttina og KRAFT vill sérstaklega benda á tækifærið til að taka við af Ármenningum og halda mót á Reykjavíkurleikunum 2013.

Mótaskrá 2012 – frestur 1.september

Stjórnir kraftlyftingafélaga eru farnar að setja sig í stellingar fyrir næsta keppnistímabil.
Athugið að frestur til að fá mót inn á mótaskrá næsta árs s.s. 2012 er til 1.september, smbr 13 gr. í reglugerð um mótahald: 

“Mótanefnd KRAFT samþykkir mót og ber ábyrgð á mótaskrá. Ósk um skráningu móta á mótaskrá þarf að berast mótanefnd KRAFT ekki seinna en 1. september árið á undan. Mótanefnd KRAFT birtir mótaskrá næsta árs í síðasta lagi 1. oktober ár hvert. Skráin skal birt á kraft.is

Ósk um skráningu móts þarf að fylgja upplýsingar um :
a) nafn og lýsingu á mótinu b) dagsetning, tímasetning og mótstað c) mótshaldara og ábyrgðarmann
Mót skal skrá sem annaðhvort félagsmót, opið mót eða meistaramót.
Á hverju ári skal halda Bikarmót KRAFT svo og eftirtalin meistaramót: Íslandsmeistaramót í bekkpressu, Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum í öllum aldursflokkum og Íslandsmeistaramót í réttstöðulyftu.

Tilkynning frá Breiðablik

Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur tilkynnt að ekki verður hægt að halda Breiðabliksmót í kraftlyftingum í nýrri æfingaraðstöðu félagsins eins og að var stefnd. Það hefur dregist að koma húsnæðinu í lag.
Breiðabliksmótið í kraftlyftingum 31.desember nk fellur þess vegna út af mótaskrá.

Mótaskrá 2011

Byrjað er að vinna mótaskrá fyrir næsta keppnistímabil og má sjá drög að henni undir MÓT.
Stjórnin hvetur félögum eindregið til að huga að mótahald sem fyrst og taka frá dögum strax, þó að frestur til að fá mót skráð renni ekki út fyrr en 1. september.

Það er allt sem mælir með því að halda mót:
– félagsmenn fá að keppa á heimavelli
– undirbúningur og framkvæmd þjappar hópinn saman og styrkir félagsandann, allir fá hlutverk
– vel undirbúið mót getur gefið vel í kassann, smbr. nýafstaðið Kópavogsmót sem skildi eftir 150.000 hjá Breiðabliki og ÍM í bekkpressu á Akranesi sem gaf enn betur.

Ósk um að fá mót á mótaskrá sendist [email protected]