Mótaskrá 2015

Mótaskrá Kraftlyftingasambandsins fyrir næsta keppnistímabil er klár og má finna hér: http://results.kraft.is/meets

Ennþá vantar mótshaldara að Byrjenda- og lágmarksmótið 21.febrúar og Íslandsmeistaramót unglinga og öldunga í kraftlyftingum 21.mars.
Félög sem vilja taka þessi míkilvægu mót að sér eru beðin um að hafa samband við mótanefnd eða stjórn KRAFT sem fyrst.

ÍM unglinga í klassískum kraftlyftingum – breytt dagsetning

KFA hefur í samráði við mótanefnd KRAFT ákveðið að breyta dagsetningu á ÍM unglinga í klassískum kraftlyftingum. Mótið fer fram á Akureyri dagana 20.og 21.september nk.

Keppnin verður tvískipt. Annarsvegar íslandsmeistaramót drengja og stúlkna flokki (14-18 ára) á laugardeginum og hinsvegar unglingaflokki kvenna og karla (19-23 ára) á sunnudeginum.

Seltjarnarnesmótið fellur niður

Kraftlyftingafélag Seltjarnarness, Zetórar, hafa ákveðið að fella niður áður auglýst Seltjarnarnesmót í klassískri bekkpressu sem til stóð að halda 12.oktober nk.
Tilkynning um þetta hefur verið send til allra félaga.

Mótamál

Mótanefnd KRAFT hefur birt drög að mótaskrá fyrir 2014 og 2015.
Þar eru nokkrar breytingar frá því sem hefur verið undandfarin ár. Búið er að færa sum mót framar á dagatalinu og bætt hefur verið við Íslandsmeistarmót unglinga í klassískum kraftlyftingum í oktober. Íslandsmeistaramótið í mars verður áfram opið og aldurskipt eins og undanfarin ár.

Það er tímabært fyrir félög að byrja að hugsa um mótahald næsta árs. Mótshaldari vantar á öll stóru mótin og svo eru eflaust félög sem vilja fá sín mót á listann. Við viljum benda félögum á þann augsljósa ávinning sem er af því að sameinast um mótahald.

Beiðni um að koma mótum inn á skrá þarf að berast fyrir 1.september árið á undan. http://kraftis.azurewebsites.net/mot/motaskra/

 

Vegna kraftlyftingamóta á Akureyri

Að gefnu tilefni vegna fyrirspurna sem stjórn KRAFT hafa borist svo og til að koma í veg fyrir allan misskilning vill stjórn KRAFT árétta eftirfarandi:

Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) hefur auglýst að félagið hyggist halda Íslandsmeistaramót unglinga (19-23) og yngri unglinga (14-18) í kraftlyftingum (án búnaðar) helgina 13 – 14 apríl 2013. Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands (KRAFT) hefur ekki samþykkt framangreint mót og mótið er ekki á mótaskrá KRAFT. Aðeins KRAFT eða félög sem stjórn KRAFT hefur samþykkt sem mótshaldara viðkomandi móts geta haldið Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum. Mótið er því ekki Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum og  þar sem mótið er ekki á mótaskrá mun enginn árangur eða titill verða færður í skrár KRAFT.

Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum

Á fundi sínum í dag gerði stjórn KRAFT breytingu á mótaskrá 2013 í samræmi við samþykkt á kraftlyftingaþingi 19.janúar sl. Íslandsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum verður haldið á Seltjarnarnesi 4.maí nk.
Um framkvæmd þessa móts gilda sömu reglur og um framkvæmd Íslandsmóts í búnaði. Það þýðir m.a. að til að vera hlutgengir á mótið þurfa keppendur að vera skráðir í Felix í sínu félag a.m.k. þrjá mánuði fyrir mót, eða í síðasta lagi 4.febrúar.