HM í bekkpressu

Heimsmeistaramótið í bekkpressu í opnum og aldurstengdum flokkum hefst á morgun í Sundsvall, heimabæ Fredrik Svensson og fleiri frægra bekkpressara, en áhuginn á þessari íþrótt er mikill í bænum og búast má við flottu og vel sóttu móti.
HEIMASÍÐA MÓTSINS 

Tveir íslenski keppendur eru í unglingaflokki. Fanney Hauksdóttir í -63 kg flokki kvenna og Viktor Ben Gestsson í +120 kg flokk karla.

Fanney, sem er á síðasta ári í unglingaflokki, hefur titil að verja, en í fyrra varð hún heimsmeistari unglinga í greininni og átti tilraun við nýtt heimsmet. Hver veit hvað hún gerir í ár, með heilt viðbótarár af æfingum að baki.

Þau keppa bæði á föstudaginn nk og hægt verður að fylgjast með hér:
http://goodlift.info/live.php

 

EM unglinga hefst á morgun

EM unglinga í kraftlyftingum fer fram í Ungverjalandi dagana 7 – 11 april. 128 keppendur frá 18 löndum taka þátt, meðal þeirra eru fjórir íslendingar:
Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta, Júlían J. K. Jóhannsson, Ármanni, Viktor Samuelsson, KFA og Þorbergur Guðmundsson, KDH
Bein útsending frá mótinu verður á netinu: https://www.youtube.com/watch?v=tCL8WhS25Dg  

Arnhildur keppir á fimmtudag, en strákarnir allir á laugardag.
Við óskum þeim öllum góðs gengis.

ÍM unglinga og öldunga

Laugardaginn 21.mars nk verður haldið Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum unglinga og öldunga og fer mótið fram að Hvaleyrarbraut 41, Hafnarfirði, í húsnæði Lyftingafélags Hafnarfjarðar. Framkvæmdi er í höndum hins nystofnaða kraftlyftingadeildar félagsins.
Mótið hefst kl. 11.00. Aðgangseyrir er 500kr fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Skráðir keppendur eru 23 talsins.
Vigtun hefst kl. 9.00 og keppni kl. 11.00
Að öllu óbreyttu verður keppt í 3 hollum:
Holl1: allar konur
Holl2: karlar 74-93
Holl3: karlar 105-120+

Norðurlandamót unglinga á næsta leiti

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum með og án búnaðar fara fram í Portainen, Finnlandi 20 – 21 febrúar nk.
Matthildur Óskarsdóttir, Grótta og Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan keppa fyrir Íslands hönd án búnaðar. Í kraftlyftingum með búnaði keppa Blikarnir Guðfinnur Snær Magnússon og Daníel Geir Einarsson og Sindri Freyr Arnarson, Massi

Hér má finna upplýsingar um keppendur og tímaplan.https://npfpower.wordpress.com/