HM unglinga hefst í dag

Heimsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum hefst í dag í Killeen í Texas.
Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt.
Arnhildur Anna Árnadóttir, Gróttu, keppir í -72,0 kg flokki unglinga á fimmtudag kl. 19.00 á íslenskum tíma.
Viktor Samúelsson, KFA, keppir í -105 kg flokki unglinga á laugardag kl. 19.00.
Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, keppir í +120,.0 kg flokki unglinga á sunnudag kl. 18.00
Viktor Ben, Breiðablik, keppir í +120,0 kg flokki drengja á sunnudag kl. 15.00 en skemmtilegt viðtal við Viktor birtist á RÚV.IS um daginn og má lesa HÉR.

Við óskum þeim góða ferð og góðs gengis.

Bein útsending er frá mótinu.

ÍM í réttstöðu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu 14.september 2013. Mótið fer að þessu sinni fram í íþróttahúsinu Torfnesi á Ísafirði í umsjón hins nýstofnaða kraftlyftingafélags bæjarins, Vikings.
Skráningarfrestur er til 24.ágústs, en félög hafa svo viku til að greiða keppnisgjaldið og færa keppendur milli þyngdarflokka.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ ÍM13_DEDD
Við biðjum félög að skoða vel 19.grein í reglum um mótahald, en hert hefur verið á skyldum félaga til að senda starfsmenn á mót. Það þarf að skrá starfsmenn um leið og keppendur.

Sigfús með nýtt Íslandsmet

Evrópumeistaramótið í bekkpressu lauk í dag með keppni í þyngstu flokkum karla. Hörð keppni var í +120,0 kg og voru Norðurlandabúar áberandi í baráttunni. Fredrik Svensson, Svíþjóð, stóð að lokum uppi sem sigurvegari með 340,0 kg.
ÚRSLIT

Sigfús Fossdal, Ísafirði, keppti fyrir Ísland og lenti í 8.sæti í flokknum. Hann opnaði á nýju Íslandsmeti, 310,0 kg og kláraði það örugglega. Önnur tilraunin, 320,0 kg, misheppnaðist og þá ákvað Sigfús að reyna við 327,5 kg í þriðju og stefna á 5-6.sæti. Miðað við æfingartölur og væntingar fyrir mótið var það ekki óraunhæf melding. Lyftan var á góðri leið þegar hann missti hana út úr ferli og náði því miður ekki að klára.
Sigfús er nú á heimleið, óneitanlega svekktur yfir að hafa ekki náð lengra, en ánægður með nýtt Íslandsmet og innkomu á alþjóðakeppnisvöllinn. Og með ný verkefni og markmið að vinna að.

Við óskum honum til hamingju með mótið og metið.

EM í bekkpressu

Opna Evrópumeistaramótið í bekkpressu hefst í dag í Bratislava.
Bein vefútsending er frá mótinu  http://goodlift.info/live.php

Fulltrúi Íslands á mótinu er Sigfús Fossdal. Hann keppir á laugardag í  +120,0 kg flokki. KEPPENDUR

Sigfús er Íslandsmeistari í bekkpressu 2013 og á íslenska bekkpressumótsmetið í flokknum, 305,0 kg. Honum hefur gengið vel á æfingum undanfarið og stefnir á að bæta það met verulega. Við óskum honum góðs gengis og vonum að allt gangi að óskum.

Góður árangur hjá Aroni

Aron Teitsson, Gróttu, lauk fyrir stundu keppni á HM í klassískum kraftlyftingum í Suzdal í Rússlandi. Hann vigtaði 82,35kg í -83,0 kg  flokki.
Ekki verður annað sagt en að Aron hafi staðið sig mjög vel á sínu fyrsta alþjóðamóti. Hann lyfti af miklu öryggi og fór í gegn með 8 lyftur gildar og endaði í 640 kg samanlagt sem dugði í 7.sætið.

Aron byrjaði mjög létt og örugglega með 210 og 220 í hnébeygju. Hann þurfti að berjast við 230 í þriðju og hafði sigur. Aron er sterkur í bekknum og lyfti þar 160 – 167,5 mjög örugglega og endaði í 4.sæti í greininni. 170 kg í þriðju tilraun reyndist of þungt.
Í réttstöðu lyfti hann 225 – 235 – 242,5 kg og fékk s.s. samtals 640,0 kg.
Sigurvegari í flokknum var rússinn Alexey Kuzmin með 760 kg.

Við óskum Aroni til hamingju með vel heppnað mót og góðan árangur!

Ingimundur með nýtt Íslandsmet

Ingimundur Björgvinsson, Gróttu, keppti í dag á HM í bekkpressu. Hann vigtaði 103,3 kg í -105 kg flokki og endaði í 12. sæti í flokknum sem var fjölmennur og sterkur, og þurfti 300 kg til að ná 6.sætinu.

Ingimundur opnaði á nýju Íslandsmeti 250,0 kg. Hann reyndi síðan við 260 kg í næstu tilraun og svo 265 kg án árangurs og endaði þannig með 250,0 kg.
Ingimundur hafði ætlað sér stærri hluti, en það koma dagar eftir þennan dag.
Hann kemur heim með nýtt Íslandsmet og dýrmæta reynslu og við óskum honum til hamingju með það.

Eftir spennandi lokasprett sigraði Vitaliy Kireev frá Rússlandi með 312,5 kg á undan Petri Kuosma frá Finlandi og Mikael Lundin frá Svíþjóð.
http://goodlift.info/scoresheets/scoresheet_m.htm

Ingimundur lyftir á morgun

43Ingimundur Björgvinsson, Grótta, stígur á pallinn á HM í bekkpressu á morgun kl. 15.00 íslenskum tíma. Hann keppir í -105,0 kg opnum flokki. Það er fjölmennur flokkur og má búast við harðri og spennandi keppni.
Ingimundur er íslandsmeistari í flokknum og á íslandsmetið sem er 240,0 kg.
Þetta er fyrsta alþjóðamót Ingimundar og markmiðin eru skýr: að klára gildar lyftur og bæta íslandsmetið um 30 kg. Við óskum honum góðs gengis.
BEIN ÚTSENDING FRÁ MÓTINU.

Fanney í 4.sæti

Spennandi keppni í -63,0 kg flokki unglinga á HM í bekkpressu lauk í þessu með sigri Yaragina frá Kazakstan. Hún lyfti 132,5 kg.

Fanney Hauksdóttir keppti og vigtaði 58,0 kg inn í flokkinn. Hún gerði ógilt í fyrstu lyftu, en kláraði svo 110 kg í annarri og jafnaði sínu persónulega meti með 115,0 kg í þriðju. Þá tók við bið milli vonar og ótta en raunhæfur möguleiki var að þetta myndi duga í verðlaunasæti. Svo varð þó ekki á endanum, tveir keppinautar skutust fram hjá henni með 117,5 kg og Fanney hafnaði í 4.sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti.
Við óskum til hamingju með árangurinn.

Fanney keppir á morgun

Nú stendur yfir Heimsmeistaramót í bekkpressu í Kaunas í Litháen. Keppt er í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna.
Tveir íslenskir keppendur taka þátt: Fanney Hauksdóttir, Grótta, sem keppir í -63,0 kg flokki unglinga og Ingimundur Björgvinsson, Grótta, sem keppir í -105,0 kg opnum flokki.
BEIN VEFÚTSENDING ER FRÁ MÓTINU

FanneyFanney keppir á morgun, þriðjudag kl 10.00 á íslenskum tíma.
Fanney er 21 árs gömul og vakti strax á sínu fyrsta móti athygli fyrir styrk sinn í bekkpressu. Hún er ríkjandi íslandsmeistari í greininni og á best 115,0 kg í -63,0 kg flokki. Það er íslandsmet bæði í únglinga- og opnum flokki.

Við krossum fingur á morgun og vonum að Fanney nái út úr sér öllu því sem hún hefur lagt inn fyrir á æfingum undanfarið.