Gull í réttstöðu, silfur í bekkpressu, ógilt í beygju.

Júlían J.K. Jóhannsson lauk í dag keppni í +120,0 kg flokki á HM drengja í Canada, en draumur hans um sæti á verðlaunapalli rættist því miður ekki.
Júlían náði ekki dýpt í beygjunum og féll úr heildarkeppninni með þrjár ógildar tilraunir við 285,0 kg. Hann deildi þar örlög með þremur öðrum drengjum í flokknum, og ljóst var eftir fyrstu grein hverjir myndu skipta með sér góðmálmana.

Eftir þessari óskemmtilegu lífsreynslu tók Júlían sig saman í andlitinu og kláraði 195,0 kg örugglega á bekknum, en það er 5 kg yfir hans besta árangur til þessa og íslandsmet drengja í bekkpressu “single lift”. Þessi lyfta dugði honum til silfurs í greininni. Vonin um gull lifði reyndar lengi, þar sem hinn ógurlegi Norbert Mikula frá Ungverjalandi þurfti þrjár tilraunir í 285,0 kg, nýtt heimsmet drengja.

Réttstaðalyftan er sterkasta grein Júlíans og þar skildi hann keppinauta sína eftir strax í fyrstu umferð. Hann kláraði 287,5 og 300 kg mjög örugglega og vann gullverðlaun þar með. Síðasta lyftan hans var 310,0 kg og fór upp mjög örugglega, en ekki eins fallega niður. Hann missti hana úr höndunum á síðustu sekúndu og fékk hana ógilda.

Heimsmeistari varð Norbert Mikula, Ungverjalandi, með 860,0 kg.

Júlían kemur heim reynslunni ríkari. Að falla úr keppni er reynsla sem keppandi helst vill vera án en sem hægt er að læra af. Beygjutækni verður eflaust ofarlega á verkefnalista Júlíans á næstunni – en í þetta sinn var það hún sem eyðilagði fyrir hann.

Við óskum honum til hamingju með góðan árangur í hinum greinunum og verðskulduð verðlaun í þeim.

HM unglinga hafið

 Í dag hefst heimsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum í Moose Jaw í Canada og stendur til 4.september. 234 ungir karlar og konur frá 29 löndum taka þátt.

Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, keppir fyrir hönd Íslands. Honum til aðstoðar er Birgir Viðarsson.
Júlían keppir í +120 kg flokki drengja 18 ára og yngri og á góða möguleika á að vinna til verðlauna. Við óskum þeim félögum góðrar ferðar og góðs gengis á mótinu, en Júlían keppir á síðasta degi, sunnudaginn 4.september.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni vefútsendingu.
Heimasíða mótsins.

Ítarlegt viðtal og myndskeið með Júlían má skoða á heimasíðu Kraftlyftingadeildar Breiðabliks.

Kraftlyftingakeppni kvenna – Sunnumót á laugardag

Laugardaginn 16. júli fer fram keppni í bekkpressu og réttstöðulyftu án útbúnaðar í íþróttahöllinni á Akureyri. Mótið er ætlað konum og nefnist Sunnumótið. 17 stelpur úr fjórum félögum eru skráðar til leiks, bæði reyndar keppniskonur og byrjendur og stefnir í spennandi og harða keppni.
Mótið hefst kl. 13.00. Keppendur mæta í vigtun í Jötunheimum kl. 11.00 stundvíslega. Eftir vigtun verður boðið upp á yfirferð á reglum og leyfilegum klæðnaði fyrir þær sem eru að koma á sitt fyrsta mót.
Sjá heimasíðu KFA um nánari upplýsingar.
Reglur IPF um klæðnað á kjötmótum: http://powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/Championships/IPF_CLASSIC-Rules.pdf
Keppnisreglur í kraftlyftingum: http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2011/04/Rules2011.pdf

Við óskum öllum keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunnar á mótinu og hvetjum áhugamenn og stuðningsmenn að fjölmenna og hvetja sínar konur.

– 63,0 kg Dagbjört Lind Orradóttir Breiðablik
– 72,0 kg Freydís Anna Jónsdóttir KFA
– 72,0 kg Alexandra Guðlaugsdóttir KFA
– 72,0 kg Íris Hrönn Garðarsdóttir KFA
– 72,0 kg Kristjana Ösp Birgisdóttir KFA
– 72,0 kg Edda Ósk Tómasdóttir Breiðablik
– 72,0 kg Jóhanna Þórarinsdóttir Breiðablik
– 72,0 kg Erna Héðinsdóttir Breiðablik
– 72,0 kg Sunna Hlín Gunnlaugsdóttir Breiðablik
– 72,0 kg Hulda B. Waage Breiðablik
– 84,0 kg Birgitta Sif Jónsdóttir KFA
– 84,0 kg Katrín Jóna Kristinsdóttir Selfoss
+84,0 kg Inga R. Georgsdóttir Breiðablik
+84,0 kg Lára Bogey Finnbogadóttir Akranes
+84,0 kg Þóra Þorsteinsdóttir Selfoss
+84,0 kg Rósa Birgisdóttir Selfoss
+84,0 kg Eyrún Halla Eyjólfsdóttir KFA

Metþátttaka á Sunnumótinu

Metþátttaka er á Sunnumótinu í bekkpressu og réttstöðulyftu án útbúnaðar sem fram fer á Akureyri 16.júlí nk.
17 stelpur úr fjórum félögum eru skráðar til leiks, bæði reyndar keppniskonur og byrjendur og stefnir í spennandi og harða keppni.
Öflugur hópur Blikastelpna  fjölkvenna norður með Sunnu Hlín sjálfa í broddi fylkingar, en mótið ber nafn henni til heiðurs. Keppendur koma líka frá Selfossi og Akranesi, en lið KFA nýtur þess auðvitað að vera á heimavelli.
Mótið fer fram í íþróttahöllinni og hefst kl. 13.00. Keppendur mæta í vigtun í Jötunheimum kl. 11.00 stundvíslega. Eftir vigtun verður boðið upp á yfirferð á reglum og leyfilegum klæðnaði fyrir þær sem eru að koma á sitt fyrsta mót.
Sjá heimasíðu KFA um nánari upplýsingar.
Reglur IPF um klæðnað á kjötmótum: http://powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/Championships/IPF_CLASSIC-Rules.pdf
Keppnisreglur í kraftlyftingum: http://kraftis.azurewebsites.net/wp-content/uploads/2011/04/Rules2011.pdf

Við óskum öllum keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunnar á mótinu og hvetjum áhugamenn og stuðningsmenn að fjölmenna og hvetja sínar konur.

– 63,0 kg Dagbjört Lind Orradóttir Breiðablik
– 72,0 kg Freydís Anna Jónsdóttir KFA
– 72,0 kg Alexandra Guðlaugsdóttir KFA
– 72,0 kg Íris Hrönn Garðarsdóttir KFA
– 72,0 kg Kristjana Ösp Birgisdóttir KFA
– 72,0 kg Edda Ósk Tómasdóttir Breiðablik
– 72,0 kg Jóhanna Þórarinsdóttir Breiðablik
– 72,0 kg Erna Héðinsdóttir Breiðablik
– 72,0 kg Sunna Hlín Gunnlaugsdóttir Breiðablik
– 72,0 kg Hulda B. Waage Breiðablik
– 84,0 kg Birgitta Sif Jónsdóttir KFA
– 84,0 kg Katrín Jóna Kristinsdóttir Selfoss
+84,0 kg Inga R. Georgsdóttir Breiðablik
+84,0 kg Lára Bogey Finnbogadóttir Akranes
+84,0 kg Þóra Þorsteinsdóttir Selfoss
+84,0 kg Rósa Birgisdóttir Selfoss
+84,0 kg Eyrún Halla Eyjólfsdóttir KFA

Sunnumót_skráning

Sunnumótið í bekkpressu og réttstöðulyftu án útbúnaðar fer fram á Akureyri laugardaginn 16. júli. Mótið er eingöngu fyrir konur.
Allar kraftlyftingakonur eru hvattar til að taka þátt, en allar sem voru skráðar í sín félög fyrir 16.júni sl. hafa þátttökurétt á mótinu. Skráningarfrestur eru tvær vikur, eða til 2.júlí.
Félögin sjá um skráningu sinna keppenda og má senda  í tölvupósti á [email protected] með afrit á [email protected]
Full nafn, kennitala, sími/netfang, félag og þyngdaflokkur keppandans þarf að koma fram.
Aðstoðarmenn þarf líka að skrá með nafni, kennitölu og félag.
Keppnisgjaldið er 2500,- krónur og skal greitt til KFA: Kennitala 631080-0309 – Reikningsnúmer: 0302-26-631080
Nánari upplýsingar um mótið verða birtar á heimasíðu KFA

EM öldunga

Evrópumót öldunga í kraftlyftingum fer fram í Tékklandi dagana 5. – 9. júlí nk. Tveir keppendur frá Íslandi taka þátt, þeir Fannar Dagbjartsson og Halldór Eyþórsson, báðir úr Breiðablik. Fannar keppir í 120,0 kg flokki karla 40-49 ára og Halldór í 83,0 kg flokki karla 50 – 59 ára. Þeir eru báðir reyndir keppendur og geta vel unnið til verðlauna á góðum degi, en við munum segja fréttir af gengi þeirra hér.
Heimasíða mótsins: http://www.powerlifting-czech.eu/

Sunnumót – skráning hafin

Það má segja að stelpurnar hafi stolið senunni á Kópavogsmótinu í bekkpressu sl laugardag. Fjöldi þeirra þótti í meira lagi fréttnæmur og tóku fréttamenn viðtöl við nokkrar konur sem kepptu á mótinu. Þær töluðu allar skýru máli um að kraftlyftingar er íþrótt sem hentar konum ekki síður en körlum.

Ármenningar hafa verið með áberandi sterkasta kvennaliðið fram að þessu en konum fer fjölgandi hjá öðrum liðum líka. Þó nokkuð er um að konur  úr ólíkum félögum æfi saman og hvetji hver aðra áfram.

María Guðsteinsdóttir hefur borið höfuð og herðar yfir öðrum kraftlyftingakonum undanfarin ár en verður að búa sig undir aukna samkeppni á næstunni. Það er hún einmitt að gera þessa dagana, en hún er í æfingarbúðum hjá Jörgen Bertelsen landsliðsþjálfara Dana staðráðin í að bæta sig enn frekar á komanda ári.

Næsta mót á mótaskrá Kraft er einmitt kvennamót, Sunnumótið, sem fer fram á Akureyri 16. júlí nk. í umsjá KFA.  Þetta er þriðja Sunnumótið, en mótið var upphaflega sett á laggirnar til heiðurs Sunnu Hlínar Gunnlaugsdóttur. Á mótinu er keppt í bekkpressu og réttstöðulyftu án útbúnaðar.  Í fyrra kepptu níu konur. Það verður gaman að sjá hvort keppendum fjölgi í ár.

Skráning á Sunnumótið er hafin. Mótið er að mótaskrá Kraft og gilda venjulegar reglur um þátttöku; keppendur þurfa að vera réttskráðar í félögum innan ÍSÍ og fara í öllu eftir reglugerðum Kraft. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mótshaldara.

Góður árangur í drengjaflokki

Fjórir sterkir Massastrákar voru sérstakir gestakeppendur á opnu unglingamóti norska kraftlyftingasambandsins í Brumunddal í Noregi um helgina. Þeir hafa æft vel undir stjórn Sturlu Ólafssonar og náðu öllum sínum markmiðum á mótinu.
Þeir unnu til verðlauna, bættu sig allir glæsilega, settu mörg Íslandsmet í drengjaflokki og fengu vonandi hvatning og veganesti til áframhaldandi bætinga, en þeir eru augljóslega á réttri leið.

Daði Már Jónsson (-66,0 kg) lyfti 120-110-165=395 kg og lenti í öðru sæti í sínum flokki. Steinar Freyr Hafsteinsson (-74,0 kg) lyfti 150-110-200=460 kg og lenti líka í öðru sæti. Davíð Birgisson (-74,0 kg) lyfti 150-107,5-180=437,5 kg og varð þriðji. Ellert Björn Ómarsson (-83,0 kg) lyfti 125-80-170=375 kg og varð fimmti í sínum flokki. Daði, Davíð og Steinar bættu Íslandsmet í sínum flokkum og hér má sjá árangur þeirra nánar.
Hér eru heildarúrslit mótsins.

Þess má geta að tveir aðrir íslenskir strákar kepptu á mótinu, þeir Halldór og Guðsteinn Arnarsynir. Þeir kepptu fyrir Breiðablik á síðasta Íslandsmóti en mættu nú fyrir norska klúbbinn sinn Stavanger SK.

Í tengslum við mótið bauð Lars Samnöy, Þjálfari norska unglingalandsliðsins, upp á fræðslu og tækniþjálfun þar sem hann skoðaði stíl strákana og gaf góð ráð. Hann fékk landsliðsmennina Jörgen og Carl Yngvar með sér í liði til að sýna réttu hreyfingarnar.
Kraft þakkar norska sambandinu fyrir rausnarlegt heimboð og vonar að framhald verði á svona gagnlegu samstarfi.
Undirrituð var fararstjóri í ferðinni og get vottað að frammístaða og framkoma strákanna var þeim, félagi þeirra og íþróttinni til slíks sóma að eftir var tekið.


Jörgen, Carl Yngvar, Daði, Ellert, Davíð, Sturla, Lars og Steinar í æfingasal Brumunddal atletklubb.