Minnum á byrjendamótið 28.maí

Áttu eftir að skrá þig? Hafðu samband sem fyrst.

Byrjendamót í kraftlyftingum verður haldið laugardaginn 28.maí nk. Mótið er haldið í tengslum við dómarapróf Kraftlyftingasambandsins og klára prófkandidatar verklega þáttinn með því að dæma á mótinu.

Mótið er ekki á mótaskrá og ekki er keppt til verðlauna, en þetta er frábært tækifæri fyrir byrjendur til að afla sér reynslu og klára þriggja greina mót. Þetta er líka tækifæri fyrir reyndari menn og konur að fínpússa stílinn án þess að hafa áhyggjur af samkeppninni.
Þeir sem vilja vera með geta skráð sig beint á [email protected] fyrir 14. maí
Gefa þarf upp nafn, kennitölu, þyngdarflokk og félag keppandans og aðstoðarmanns. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er að viðkomandi er félagsbundinn í félagi innan Kraft.

Keppnisstaður og tímasetning verður birtur síðar.

Gamlársmót KFA

Akureyrarmótið í bekkpressu fer fram á síðasta degi ársins venju samkvæmt.
Upplýsingar um stað og stund má finna á heimasíðu KFA
Keppendur eru 12, tvær konur og tíu karlar.

Freydís  –  -67,5kg
Kristjana Ösp Birgisdóttir  –   -75kg

Sigþór Árni Heimisson   –   -67.5 kg
Elvar Örn Sigurðsson   –    -75kg
Bjarki Freyr   –    -82,5kg
Andres Ostrowski    –     -90kg
Erlendur Helgi Jóhannesson    –    -90kg
Ormar Agnarsson    –     -100kg
Friðrik Svavarsson    –    -100kg
Einar Birgisson    –     -100kg
Kristján H. Buch    –     -110kg
Bjarki Garðarsson     –      -125kg

Jólamót KFA og UFA

Laugardaginn 11. desember sl. fór fram Jólamót KFA og  UFA á Akureyri. Mótið var liður í lyftingarlotu UFA og UMSE – inga sem hafa verið að æfa hjá KFA í vetur. 17 efnilegir unglingar, 10 stúlkur og 7 drengir, kepptu  í páverklíni, bekkpressu og réttstöðulyftu.
Úrslit í kvennaflokki: 
Guðrún Ósk Gestsdóttir, 16 ára stúlka frá Siglufirði vann kvennaflokkinn á stigum, en hún tók 57.5 kg í páverklíni, 50 kg í bekkpressu og 102.5 kg í réttstöðulyftu sem tryggði henni rúmlega 1 stigs forskot á Freydísi Önnu Jónsdóttir sem hafnaði í öðru sæti.

Úrslit í karlaflokki:
Ormar Agnarsson vann öruggan sigur með 115 kg í páverklíni, 107.5 kg í bekkpressu og 225 kg í réttstöðulyftu. Á eftir honum kom Örn Dúi Kristjánsson.

Mótshald var hefðbundið, en KFA varð fyrsta félagið til að nota nýju þyngdarflokkana sem taka gildi á næsta ári. Nánari úrslit: jolamotKFA

Akureyrarmótið í bekkpressu

Skráning er hafin á síðasta mót ársins, gamlársmót KFA í bekkpressu sem er fastur liður á mótaskrá KRAFT.
Mótið fer fram 31.desember og hefst kl. 13.00. Nánari upplýsingar birtast fljótlega á heimasíðu KFA.
http://www.kfa.is/news.php

Skráningarfrestur er til miðnættis 24.desember. Þátttökugjaldið er 2000 krónur og þarf að berast áður en skráningarfrestur rennur út. Skráning sendist til [email protected] með afrit á [email protected]

Signý og Fannar bikarmeistarar.

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands 2010 lauk í Mosfellsbæ fyrir stundu.

Langur og strangur dagur endaði þannig að Signý Harðardóttir, UMFN Massi, varð bikarmeistari kvenna.
Fannar Dagbjartsson, Ármanni, varð bikarmeistari karla.
Stigabikar liða hafnaði hjá UMFN Massa í Njarðvíkum.  

Gestur á mótinu var Dean Bowring, margfaldur meistari Breta, sem kom við á leiðinni heim frá HM og lyfti 1015 samanlagt í +125,0 kg flokki.

Við óskum sigurvegurum og öllum sem gerðu góða hluti til hamingju með árangurinn.

Nánara umfjöllun og myndir frá mótinu munu birtast fljótlega.

Heildarúrslit: bikarmot10

Stigaúrslit: bik10_stig


Keppendalisti

40 keppendur eru skráðir til leiks á bikarmót KRAFT sem framundan er, en það er gleðileg fjölgun milli ára. Í fyrra tóku 21 keppendur þátt og konum hefur fjölgað úr 1 í 7!
Einn sérstakur gestur keppir á mótinu, en það er bretinn Dean Bowring, ríkjandi heimsmeistari í +125,0 kg og einn reyndasti keppandi í þungavigtarflokkunum.  420 – 305 – 365 = 1065 er hans besti árangur. Bowring keppir á HM á laugardaginn og ætlar sér að verja titilinn sinn.

Vitað er að margir hafa æft stíft undanfarið og ætla sér stóra hluti og óhætt er að hvetja alla áhugamenn um kraftlyftinga að fjölmenna á mótið.
Framkvæmd mótsins er í höndum stjórnar Kraftlyftingasambandsins að þessu sinni.

Hér má sjá keppendalistann: http://kraftis.azurewebsites.net/bikarmot_kraft_2010/