Úr lögum ÍSÍ vegna lyfjamála

Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæðum Laga ÍSÍ um lyfjamál vegna íþróttamanna sem hafa verið dæmdir óhlutgengir.

10.11 Staða í óhlutgengi 

10.11.1 Bann við þátttöku á óhlutgengistíma.
Enginn sem hefur verið dæmdur í óhlutgengi má á þeim tíma taka þátt að neinu leyti í keppni eða starfsemi (annarri en heimilaðri fræðslu um lyfjamisnotkun eða meðferðarstarfi) sem heimiluð er eða skipulögð af sérsambandi eða félagi eða aðildarsambandi ÍSÍ eða landssambandi………sem er fjármögnuð af stjórnvöldum.

Íþróttamaður eða annar einstaklingur sem er óhlutgengur skal sæta lyfjaeftirliti.

10.11.2 Þjálfun hafin á ný
Undantekning frá grein 10.12.1, Íþróttamanni er heimilt að hefja æfingar á ný með liði eða nota aðstöðu félags eða aðildarsambands ÍSÍ á þeim tíma sem er styttri: (1) Síðustu tveir mánuðir óhlutgengistíma íþróttamanns eða (2) Síðasti fjórðungur dæmds óhlutgengistíma.

10.11.3 Brot á þátttökubanni á óhlutgengistíma.
….. Ef aðstoðarfólk íþróttamanns eða annar aðili veitir aðstoð við brot á þátttökubanninu á óhlutgengistímanum, má lyfjaráð ÍSÍ beita viðkomandi viðurlögum samkvæmt brotum á grein 2.9.

Af ofangreindu leiðir m.a. að íþróttamanni sem dæmdur hefur verið óhlutgengur er ekki heimilt að nýta sér æfingaaðstöðu félags innan KRAFT eða annara aðildarfélaga ÍSÍ og aðildarfélögum KRAFT og ÍSÍ er óheimilt að heimila íþróttamanni, sem dæmur hefur verið óhlutgengur, að nýta sér æfingaastöðu félaganna.”

 

Lyfjamál – ábyrgð iðkenda

Kraftlyftingasamband Íslands er aðili að ÍSÍ og IPF og fylgir í öllu þeim reglum sem þar gilda um lyfjamál.
Allir iðkendur, stuðningsmenn, stuðningsaðilar og yfirvöld eiga að geta treyst því að innan okkar raða er notkun stera og annara ólöglegra efna stranglega bönnuð og unnið gegn slíku með öllum tiltækum ráðum í nánu samstarfi við lyfjaeftirlitið. Í þessari vinnu þurfa allir að leggja sitt af mörkum, hver á sínum stað.
Kraftlyftingafélögin eiga að marka sér skýra stefnu í lyfjamálum og upplýsa sína félagsmenn um hvaða reglur þeir eiga að fara eftir. Hver einstakur iðkandi þarf að vera meðvitaður um sína persónulega ábyrgð, en sem félagsmaður innan KRAFT getur hann þurft að mæta í lyfjapróf hvar og hvenær sem er, og vanþekking er ekki gild afsökun.

Formannafundur haldinn 10.maí hvetur öll félög til að láta iðkendur sína skrifa undir þennan texta til að tryggja að þeir átti sig á ábyrgð sinni – og til að setja þennan eða svipaðan texta upp á áberandi stað á æfingarstöðinni. 

Fræðslufundur um skipulagða lyfjamisnotkun í íþróttum

Þriðjudaginn 9. apríl stendur fræðslu- og þróunarsvið ÍSÍ fyrir hádegisfundi í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið tengt lyfjamisnotkun í íþróttum. Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ fer yfir stærstu lyfjamisnotkunarmál, bæði gömul og ný, sem upp hafa komið innan íþrótta. Meðal þess sem hann fjallar um er skipulögð lyfjamisnotkun Austur-þýskra íþróttamanna, lyfjamisnotkun tengd hjólreiðum og Balco málið. Inn í umfjöllunina fléttast frásagnir af afleiðingum lyfjamisnotkunarinnar. Skráning fer fram á [email protected], en aðgangur er ókeypis og öllum heimilaður.

Fundurinn verður sendur út yfir netið.

WADA-listi 2013

Árlega gefur alþjóða lyfjaeftirlitið WADA út lista yfir efni sem eru bönnuð.
Það er á ábyrgð keppenda sjálfra að forðast þessum efnum eða sækja um undanþágu ef læknisfræðileg rök eru til þess. Þess vegna skulu keppendur og þjálfarar kynna sér reglurnar og helstu breytingar frá því sem áður var. Það má gera á lyfjasíðu ÍSÍ: http://isi.is/lyfjaeftirlit/althjoda-lyfjareglurnar/bannlisti/

Hættan við lyfjamisnotkun

ÍSÍ hefur í samstarf við WADA gefið út bækling um hættuna við lyfjamisnotkun. Bæklingurinn er sérstaklega ætlaður ungu íþróttafólki og fjallar m.a. um megrunarvörur og fæðubótarefni, EPO, sterar og fíkniefni.
Kraftlyftingasamband Íslands tekur skýra afstöðu gegn hvers konar lyfjamisnotkun og hvetur kraftlyftingafélög til að upplýsa sína félagsmenn vel og skýrt um mál af þessu tagi. Hægt er að nálgast bæklinginn [email protected] og á netinu HÉR og upplagt að láta hann liggja frammi á æfingarstöðvum.

Fræðsluráðstefna um lyfjaeftirlitsmál

Lyfjaeftirlit Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Kraftlyftingadeild Breiðabliks halda fræðsluráðstefnu  um lyfjaeftirlitsmál – á morgun laugardaginn 16. apríl nk  kl. 16.30-19.00.
Ráðstefnan er haldin  í Veitingasalnum á 2. hæð í Aðalíþróttahúsnæði Breiðabliks,  Dalsmára 5, Kópavogi,.

Ráðstefnan er opin öllum löglegum félögum Kraftlyftingadeildar og félagsmönnum aðildarfélaga Kraftlyftingasambands Íslands sem og félagsmönnum annarra deilda Breiðabliks, eins og húsrými leyfir.

DAGSKRÁ:

I.      Setning FRÆÐSLURÁÐSTEFNU um lyfjaeftirlitsmál
II.     Fræðsluerindi hr. Örvars Ólafssonar, verkefnisstjóra Lyfjaeftirltis ÍSÍ.
III.    Fræðsluerindi hr. Skúla Skúlasonar, formanns Lyfjaráðs ÍSÍ
IV.     Fyrirspurnir áheyrenda og svör þeirra er fræðsluerindi flytja: Umræður um ályktanir
V.      Samantekt FRÆÐSLURÁÐSTEFNU um lyfjaeftirlitsmál: Niðurstöður og ályktanir
VI.     Ráðstefnuslit

Aðgangur er ókeypis. Kaffiveitingar.

KRAFT fagnar þessu framtaki Kraftlyftingadeildar Breiðabliks og hvetur félagsmenn sína til að sækja ráðstefnuna og vera vel upplýst um þessi mikilvægu mál.

WADA-listinn 2011

Baráttan gegn ólöglegri lyfjanoktun er forgangsverkefni hjá KRAFT og IPF, um það þarf enginn að velkjast í vafa. Þetta eru sambönd þeirra sem vilja leggjast á eitt um að reka af kraftlyftingum slyðruorðið og sýna heiminum að þetta er íþrótt sem hægt er að stunda eins og aðrar íþróttagreinar – án þess að treysta á lyfjagjöf til að efla sig.
Mjög gott samstarf hefur verið á árinu milli KRAFT og lyfjaeftirlitsins sem hefur mætt á flest mót hjá okkur og tekið sýni.

Lyfjaeftirlitið hefur birt lista WADA 2011 um bönnuð lyf og aðferðir í íslenskri þýðingu.
Finna má hann og tengla á aðrar síður um sama efni her: http://kraftis.azurewebsites.net/um-kraft-2/lyfjavefur/ 
Ef þú þarft að nota lyf að staðaldri skaltu athuga hvort þú þurfir að sækja um undanþágu. Öllum spurningum um lyfjamál er best að beina til lyfjaeftirlitsins beint. Hver íþróttamaður ber ábyrgð á sjálfum sér í þessum málum.