Úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2015, samtals rúmlega 122 milljónir króna og féll verulegur skerfur í hlut Kraftlyftingasambands Íslands, eða 5.420.000 krónur vegna verkefna landsliðsins og 8 einstaklinga.
Auðunn Jónsson hlaut A-styrk aftur í ár, Júlían J. K. Jóhansson hlaut C-styrk og hlaut sambandið eingreiðslustyrk vegna verkefna 6 annarra landsliðsmanna. .
YFIRLIT YFIR STYRKVEITINGAR

Kostnaðaráætlun þeirra verkefna sem sótt var um styrk til úr sjóðnum alls var upp á 1.034 m. krónu, svo þessi úthlutun dugar skammt, dekkar 11.8% af þeim kostnaði sem sérsamböndin telja sig þurfa að leggja í vegna verkefna sinna afreksmanna.

Fyrir KRAFT kemur styrkurinn sér mjög vel og er viðurkenning á markvissu og öflugu starfi sambandsins að afreksmálum undanfarin ár og hvatning til áframhaldandi dáða.Sambandinu og einstaklingunum sem í hlut eiga er með þess sýnt traust.

Framundan er spennandi keppnistímabil, en fyrsta landsliðsverkefnið er Norðurlandamót unglinga sem fer fram í Finnlandi í lok febrúar

40 ár frá stofnun KFA í dag

7.janúar 1975 var Kraftlyftingafélag Akureyrar stofnað. Í dag fagnar þetta elsta kraftlyftingafélag landsins því 40 ára afmæli sinu.
Kraftlyftingaheimur allur óskar þeim til hamingju með áfangann og áframhaldandi góðs og öflugs starfs á komandi árum.

HM að hefjast

Heimsmeistaramótin í kraftlyftingum í opnum flokki karla og kvenna hefjast í Aurora í Bandaríkjunum á morgun, 3.nóvember. Þrir íslenskir keppendur taka þátt.
María Guðsteinsdóttir keppir í -72 kg flokki á fimmtudag, Auðunn Jónsson og Sigfús Fossdal keppa á laugardag. Auðunn  í -120 kg flokki og Sigfús í +120 kg flokki .
Klaus Jensen verður fulltrúi Íslands meðal dómara.

Í dag fer fram ársþing IPF. Grétar Hrafnsson situr þingið, en Sigurjón Pétursson, formaður KRAFT, er þingforseti og stýrir starfinu.
Öll mál sem verða lögð fyrir þingið má kynna sér hér:
http://powerlifting-ipf.com/fileadmin/data/Congress/AGENDA_GA_2014.pdf

Arnhildur hefur lokið keppni

Arnhildur Anna Árnadóttir átti ekki góðan dag á HM unglinga í dag þar sem hún keppti í -72 kg flokki. Hún náði ekki að klára mótið, fékk 3 gildar lyftur af 9 og féll úr í bekkpressu.
Arnhildur opnaði á 190 kg í hnébeygju og átti tvær góðar tilraunir við bætingu í 197,5 kg en það reyndist of þungt.
Í bekkpressu gekk ekkert upp, hún átti þrjár misheppnaðar tilraunir við 105 kg og féll með því úr keppni.
Hún hélt áfram og tók 165 – 172,5 í réttstöðu og sá smugu til að komast í verðlaunasæti í greininni með 187,5 kg. Hún reyndi við þyngdina, en það hafðist ekki.

Svíar gjörsigruðu flokkinn. Heimsmeistari varð Marie Tunroth með 552,5 kg á undan löndu sinni Elina Rønnquist.

Næstur á keppnispall fyrir Ísland er Einar Örn Guðnason. Hann keppir á morgun, föstudag, í -93 kg flokki unglinga og hefst keppnin 14.30 að staðartíma.

 

Alþjóðamót framundan

Miklar annir hafa verið undanfarið hjá landsliðsnefnd og landsliðsþjálfara, en þrjú stór alþjóðamót eru á næsta leiti. Undirbúningi er að ljúka og keppendur að verða klárir í slaginn.
EM í opnum flokki karla og kvenna hefst í Búlgaríu 7.maí. Þar keppa Auðunn Jónsson og María Guðsteinsdóttir.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.
HM í bekkpressu karla og kvenna í opnum flokki og flokki unglinga hefst í Danmörku 21.maí.
Þar keppa Fanney Hauksdóttir, Viktor Ben Gestsson og Sigfús Fossdal.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.
HM í klassískum kraftlyftingum karla og kvenna í opnum  og aldurstengdum flokkum hefst í Suður-Afríku 10.júni.
Þar keppa Elín Melgar, Dagfinnur Ari Normann og Aron Teitsson.
Keppendur í karlaflokkum og kvennaflokkum.

Landsliðsval á Norðurlandamótið

Valið í landsliðið fyrir opna Norðurlandamótið í kraftlyftingum og bekkpressu liggur nú fyrir. Mótin fara fram í Njarðvíkum í lok.ágúst nk í umsjón kraftlyftingadeild Massa og eru á mótaskrá IPF.

Konur NM í kraftlyftingum
52 kg Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir Grótta 373,5
57 kg Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir Grótta 347,5
72 kg María Guðsteinsdóttir Ármann 472,5
84 kg Alexandra Guðlaugsdóttir KFA 445,0
+84kg Rósa Birgisdóttir Stokkseyri 430,0

Karlar NM í kraftlyftingum 
74 kg Hörður Birkisson Massi 510,0
74 kg Sindri Freyr Arnarsson Massi
83 kg Halldór Eyþórsson Breiðablik 612,5
83 kg Daði Már Jónsson Massi 600,0
93 kg Aron Lee Du Teitsson Grótta 790,0
120 kg Viktor Samúelsson KFA 905,0
+120kg Auðunn Jónsson Breiðablik 1057,5
+120kg Sigfús fossdal KFV 987,5

Konur NM í bekkpressu 
57 kg Tinna Rut Traustadóttir Grótta
63 kg Fanney Hauksdóttir Grótta 115,0
72 kg María Guðsteinsdóttir Ármann 115,0
+84 kg Rósa Birgisdóttir Stokkseyri 120,0

Karlar NM í bekkbressu 
74 kg Dagfinnur Ari Stjarnan 162,5
+120 kg Sigfús Fossdal KFV 322,5

EM unglinga

Evrópumeistaramót unglinga í kraftlyftingum hefst í St. Pétursborg í Rússlandi á miðvikudag.
Fyrir hönd Íslands keppa í kvennflokki Camilla Thomsen í -63 kg flokki og  Arnhildur Anna Árnadóttir í -72 kg flokki en í karlaflokki Einar Örn Guðnason í -93 kg flokki og Júlían J.K. Jóhannsson ðí +120 kg flokki.
Konurnar keppa á föstudag, Einar á laugardag og Júlían á sunnudag, en sýnt verður beint frá mótinu hér: http://goodlift.info/live.php 

Keppendur: KARLAR KONUR 

HM unglinga hefst í dag

Heimsmeistaramót unglinga í kraftlyftingum hefst í dag í Killeen í Texas.
Fjórir keppendur frá Íslandi taka þátt.
Arnhildur Anna Árnadóttir, Gróttu, keppir í -72,0 kg flokki unglinga á fimmtudag kl. 19.00 á íslenskum tíma.
Viktor Samúelsson, KFA, keppir í -105 kg flokki unglinga á laugardag kl. 19.00.
Júlían J.K. Jóhannsson, Ármanni, keppir í +120,.0 kg flokki unglinga á sunnudag kl. 18.00
Viktor Ben, Breiðablik, keppir í +120,0 kg flokki drengja á sunnudag kl. 15.00 en skemmtilegt viðtal við Viktor birtist á RÚV.IS um daginn og má lesa HÉR.

Við óskum þeim góða ferð og góðs gengis.

Bein útsending er frá mótinu.

Sigfús með nýtt Íslandsmet

Evrópumeistaramótið í bekkpressu lauk í dag með keppni í þyngstu flokkum karla. Hörð keppni var í +120,0 kg og voru Norðurlandabúar áberandi í baráttunni. Fredrik Svensson, Svíþjóð, stóð að lokum uppi sem sigurvegari með 340,0 kg.
ÚRSLIT

Sigfús Fossdal, Ísafirði, keppti fyrir Ísland og lenti í 8.sæti í flokknum. Hann opnaði á nýju Íslandsmeti, 310,0 kg og kláraði það örugglega. Önnur tilraunin, 320,0 kg, misheppnaðist og þá ákvað Sigfús að reyna við 327,5 kg í þriðju og stefna á 5-6.sæti. Miðað við æfingartölur og væntingar fyrir mótið var það ekki óraunhæf melding. Lyftan var á góðri leið þegar hann missti hana út úr ferli og náði því miður ekki að klára.
Sigfús er nú á heimleið, óneitanlega svekktur yfir að hafa ekki náð lengra, en ánægður með nýtt Íslandsmet og innkomu á alþjóðakeppnisvöllinn. Og með ný verkefni og markmið að vinna að.

Við óskum honum til hamingju með mótið og metið.

EM í bekkpressu

Opna Evrópumeistaramótið í bekkpressu hefst í dag í Bratislava.
Bein vefútsending er frá mótinu  http://goodlift.info/live.php

Fulltrúi Íslands á mótinu er Sigfús Fossdal. Hann keppir á laugardag í  +120,0 kg flokki. KEPPENDUR

Sigfús er Íslandsmeistari í bekkpressu 2013 og á íslenska bekkpressumótsmetið í flokknum, 305,0 kg. Honum hefur gengið vel á æfingum undanfarið og stefnir á að bæta það met verulega. Við óskum honum góðs gengis og vonum að allt gangi að óskum.