Kópvogsmótið í bekkpressu

Þriðja Kópavogsmótið í bekkpressu fer fram í húsnæði Breiðabliks í Smáranum laugardaginn 18.júni. Mótið hefst kl. 14.00 en keppendur mæta í vigtun kl. 12.00. Ef einhverjir eiga eftir að greiða keppnisgjald verður að gera það strax. Annars er skráningin ekki gild.
Aðgangseyrir eru 500 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri. Veitingar verða til sölu á góðu verði.

Keppendur eru 18 að þessu sinni, og aldrei þessu vant eru konur í meirihluta. Það er ánægjuleg þróun að sífellt fleiri konur láta sér ekki nægja að æfa, heldur mæta líka í keppni og stefna markvisst á bætingar.
Gaman er að sjá Selfyssinga fjölmenna á þetta mót. Þau hafa fengið liðsstyrk þar sem Jóhanna Eivinsdóttir hefur gengið í félagið og verður áhugavert að sjá hana taka á því á bekknum eftir nokkurt hlé.
Meira er undir hjá sumum keppendum en öðrum, en meðal keppenda eru einstaklingar sem landsliðsnefndin hefur augun á. Það eru ekki mörg mót á næstunni, svo Kópavogsmótið getur skipt máli fyrir þá sem þurfa að sanna sig.

Við hvetjum alla áhugamenn um kraftlyftingar að fjölmenna í Smárann og hvetja sínar konur og menn. Þetta getur orðið spennandi keppni og skemmtilegt verður það örugglega því Blikar ætla að búa til góða umgjörð að vanda.

KEPPENDUR

KONUR

– 52,0: Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir – Ármann
– 57,0: Fanney Hauksdóttir – Ármann
– 63,0: Erla Kristín Árnadóttir – Ármann
– 72,0: Jóhanna Þórarinsdóttir  –  Breiðablik
– 72,0: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – Ármann
– 72,0:  Hulda B Waage  –  Breiðablik
– 84,0:  Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen  –  Selfoss
+84,0:  Lára Bogey Finnbogadóttir  –  Akranes
+ 84,0: Rósa Birgisdóttir  –  Selfoss
+ 84,0: Þóra Þorsteinsdóttir  –  Selfoss

KARLAR

– 66,0:  Sverrir Örn Gunnarsson  –  Selfoss
– 74,0: Emíl Hjaltason – Zetorar
– 83,0:  Sigurður Örn Jónsson  –  Zetorar
– 83,0: Aron Lee Duc Teitsson – Ármann
– 93,0: Kristján Sindri Nielsson – Breiðablik
– 93,0: Ingimundur Björgvinsson – Ármann
– 105,0:  Alexander Ingi Olsen  –  Garðabær
-120,0:  Daníel Geir Einarsson  –  Selfoss

Kópavogsmótið_keppendalisti

Kópavogsmótið í bekkpressu fer fram í Smáranum laugardaginn 18.júni nk.
18 keppendur eru skráðir til leiks og í þetta sinn eru konur í meirihluta, nokkuð sem verður að teljast saga til Reykjavíkur (næsta bæjar). Mótshaldari er Kraftlyftingadeild Breiðabliks og munu upplýsingar um mótið líka birtast á heimasíðu þeirra.

Eftirtaldir eru skráðir í keppnina:

KONUR

– 52,0: Hildur Sesselja Aðalsteinsdóttir – Ármann
– 57,0: Fanney Hauksdóttir – Ármann
– 63,0: Erla Kristín Árnadóttir – Ármann
– 72,0: Jóhanna Þórarinsdóttir  –  Breiðablik
– 72,0: Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir – Ármann
– 72,0:  Hulda B Waage  –  Breiðablik
– 84,0:  Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen  –  Selfoss
+84,0:  Lára Bogey Finnbogadóttir  –  Akranes
+ 84,0: Rósa Birgisdóttir  –  Selfoss
+ 84,0: Þóra Þorsteinsdóttir  –  Selfoss

KARLAR

– 66,0:  Sverrir Örn Gunnarsson  –  Selfoss
– 74,0: Emíl Hjaltason – Zetorar
– 83,0:  Sigurður Örn Jónsson  –  Zetorar
– 83,0: Aron Lee Duc Teitsson – Ármann
– 93,0: Kristján Sindri Nielsson – Breiðablik
– 93,0: Ingimundur Björgvinsson – Ármann
– 105,0:  Alexander Ingi Olsen  –  Garðabær
 -120,0:  Daníel Geir Einarsson  –  Selfoss

Kópavogsmótið 2010

Skemmtilegt og vel sótt kraftlyftingamót Kópavogs lauk í Smáranum fyrir stundu. 16 keppendur luku keppni. Flestir bætti árangur sinn, sumir svo um munaði og voru fjölmörg Íslandsmet sett. María Guðsteinsdóttir, Ármanni sigarði í öllum greinum og vann stigabikar kvenna með  441,0 kg í -67,5 kg flokki. Stigabikar karla tók Fannar Dagbjartsson, Ármanni,  með 770 kg í -125 kg flokki. Halldór Eyþórsson, Breiðablik, átti bestu hnébeygju karla, hann lyfti 245 kg í -82,5 kg flokki.  Einar Birgisson, KFA, sigraði í bekkpressu á nýju Íslandsmeti í -100 kg flokki 212,5 kg. Í réttstöðu sigraði  Gísli Þrastarson, Ármanni, með 250 kg  í -90 flokki. Dómarar voru Helgi Hauksson, Guðjón Hafliðason, Már Vilhjálmsson, Klaus Jensen og Auðunn Jónsson. Þulur Halldór Jónhildarson. HEILDARÚRSLIT
Kraftlyftingadeild Breiðabliks hefur komið sér upp öflugu starfsliði sem á heiður skilið fyrir vel framkvæmt mót.

Umfjöllun RÚV sjónvarpsfréttir