ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum flokki karla og kvenna. Mótið fer fram 30.maí í Njarðvíkum í umsjón Massa.
Skráningarfrestur er til miðnættis laugardaginn 9.maí.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ

Lágmörk eru í gildi fyrir mótið og þarf keppandi að hafa jafnað lágmarksárangur í viðkomandi þyngdarflokki á sl fimm árum, eða eftir 1.janúar 2010. Besti samalagður árangur og dagsetning þarf að koma fram við skráningu.

ÍM unglinga og öldunga

Laugardaginn 21.mars nk verður haldið Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum unglinga og öldunga og fer mótið fram að Hvaleyrarbraut 41, Hafnarfirði, í húsnæði Lyftingafélags Hafnarfjarðar. Framkvæmdi er í höndum hins nystofnaða kraftlyftingadeildar félagsins.
Mótið hefst kl. 11.00. Aðgangseyrir er 500kr fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Skráðir keppendur eru 23 talsins.
Vigtun hefst kl. 9.00 og keppni kl. 11.00
Að öllu óbreyttu verður keppt í 3 hollum:
Holl1: allar konur
Holl2: karlar 74-93
Holl3: karlar 105-120+

ÍM unglinga í klassískum kraftlyftingum – breytt dagsetning

KFA hefur í samráði við mótanefnd KRAFT ákveðið að breyta dagsetningu á ÍM unglinga í klassískum kraftlyftingum. Mótið fer fram á Akureyri dagana 20.og 21.september nk.

Keppnin verður tvískipt. Annarsvegar íslandsmeistaramót drengja og stúlkna flokki (14-18 ára) á laugardeginum og hinsvegar unglingaflokki kvenna og karla (19-23 ára) á sunnudeginum.

ÍM í klassískum kraftlyftingum – úrslit

Íslandsmeistarar í klassískum kraftlyftingum 2014 eru Elín Melgar og Aron Teitsson, bæði frá Gróttu.
Í kvennaflokki voru stigahæstar
Elín Melgar, Grótta – Tinna Rut Traustadóttir, Grótta – Rósa Birgisdóttir, Stokkseyri
Í karlaflokki:
Aron Teitsson, Grótta – Sigfús Fossdal, KFV – Dagfinnur Normann, Stjarnan
Stigahæsta liðið var Grótta.
Mótið fór fram á Ísafirði í gær og luku 20 keppendur keppni.
Hér má sjá HEILDARÚRSLIT    

Á mótinu hófst skráning Íslandsmeta, og fékk Elín þann heiður að setja fyrsta klassíska íslandsmetið. KLASSÍSK MET

Við óskum sigurvegurum og methöfum til hamingju með árangurinn. 

 

ÍM í klassískum kraftlyftingum

Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum fer fram á Ísafirði laugardaginn 8.febrúar í umsjón Kraftlyftingafélagsins Víkings.
Mótið er haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst kl. 11.00. (Vigtun kl. 9.00)
Bein vefútsending verður frá mótinu og geta menn fylgst með hér: http://kfitv.is/live

Þetta er í annað sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitla í kraftlyftingum án útbúnaðar, en í fyrra voru stigahæst þau Arndís María Erlingsdóttir og Sigfús Fossdal.
Sigfús er mættur aftur til að verja titilinn, en ljóst er að við fáum nýjan meistara í kvennaflokki.
KEPPENDALISTI

ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna sem fram fer í Njarðvíkum 8.mars nk.
Keppt verður um þrjú efstu sæti í hverjum þyngdarflokki óháð aldri, en síðan verðlaunað fyrir þrjú efstu sæti á stigum í hverjum aldurflokki fyrir sig.

Skráningarfrestur er til miðnættis 15.febrúar. Frestur til að breyta um þyngdarflokk og greiða keppnisgjöld er til 22.febrúar.
Á þetta mót gildir “þriggja mánaða reglan” svokallaða samkvæmt 3.grein mótareglnanna. 

SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ: ÍM14

ÍM í klassískum kraftlyftingum – keppendur

Skráningu er lokið á annað opna Íslandsmeistarmótið í klassískum kraftlyftingum sem fram fer á Ísafirði í umsjón kraftlyftingafélagsins Víkings 8.febrúar nk.

SKRÁÐIR KEPPENDUR

Félög hafa frest til 25.janúar til að greiða keppnisgjöld og breyta skráningu.

1.janúar sl. hófst skráning íslandsmeta í klassískum kraftlyftingum og er þetta fyrsta mótið þar sem hægt er að setja íslandsmet. Hér má sjá metaskrá, og sýna daufu tölurnar lágmarkið sem þarf að ná til að fá met skráð.

 

Íslandsmeistaramót í bekkpressu á laugardag

rig2014_portOpna Íslandsmeistaramótið í bekkpressu fer fram laugardaginn 18.janúar nk í tengslum við Reykjavíkurleikana.  Keppt er um meistaratitla í öllum flokkum, en auk þess er keppt um stigabikar karla, kvenna og liða.
Keppni hefst í kvennaflokkum kl. 11.00, en i karlaflokkum kl. 12.30. Aðgangseyrir 1000 KR.
Áætlað er að keppni ljúki um kl. 14.00 og fer þá verðlaunaafhending fram.

35 keppendur eru skráðir til leiks. Meðal þeirra eru tveir gestakeppendur á heimsmælikvarða; þau Inger Blikra og Kjell Egil Bakkelund frá Noregi.
Inger Blikra þarf vart að kynna fyrir kraftlyftingafólk. Hún hefur stigið á verðlaunapall oftar en 100 sinnum á alþjóðamótum og unnið sér sæti í IPF Hall-of-Fame, en það er mesti heiður sem kraftlyftingamanni getur hlotnast. Kjell Egil Bakkelund  var á dögunum valinn kraftlyftingamaður Evrópu 2013. Hann er heimsmeistari í -83 kg flokki og var silfurverðlaunahafi á World Games 2013, en það er sterkasta kraftlyftingamót heims og haldið á fjögurra ára fresti. Í bekkpressu á hann best 258 kg, en það var heimsmet í greininni á þeim tíma.

Allir sem hafa áhuga á kraftlyftingum og bekkpressu ættu að leggja leið sína í höllina á laugardaginn!